Menntamál - 01.12.1939, Síða 36

Menntamál - 01.12.1939, Síða 36
162 MENNTAMÁL börnin. Það er hentug handavinna, og með því móti fæst æskileg fjölbreytni í formin). Með venjulegum leikteningum má æfa samlagningu og frádrátt, á margan hátt, og þannig mætti lengi telja. Spil æfa fjöldaskynjan (1 til 10) og reikningsleikni. Kassína æfir samlagningu. Mafías og Sextíu og sex sam- lagningu og frádrátt, og er því skaði ef þau góðu og gömlu spil týnast. Bezta reikningsleikfangið, sem ég hefi notað, er þó reikn- ingsspilin.*) Það eru lítil spil með. talnaröðunum 0—10; 10—100 og 100—1000, og svo helztu reikningsmerkjum. Þessi spil geta æft allar greinar barnaskólareiknings, og börnin hafa mjög gaman að þeim. Þau eru stokkuð, gefin og slagir teknir, rétt eins og í öðrum spilum, en sá vinnur jafnan, sem fljótari er og öruggari að reikna. Getraunir margvíslegar eru og góð æfing, og 7—8 ára börn hafa gaman að hinum léttustu þeirra: „Hve margar eru árar á borði“ og öðrum slíkum. Ég hefi fjölyrt um þessa leiki, vegna þess að þá má nota miklu betur en almennt er gert. Nú hefir Ríkisútgáfa námsbóka hafið útgáfu reiknings- bókar, og er 1. hefti fyrir nokkru komið út. Það er ætlað 7 ára börnum. Slíkrar bókar var mikil þörf, því að engin reikningsbók var til fyrir byrjendur. Mun sá skortur hafa átt drjúgan þátt í því hve mörg börn „luku einskonartölum!“ eða jafnvel öllu skólanámi, svo að þau vissu ekki hve margir 3 og 4 eru (3+4), nema þau teldu það. Bókin flytur mörgum ýmislegt nýtt, og má kalla það kosti hennar, umfram þær bækur, sem fyrir voru (og rang- lega voru notaðar til byrjunarkennslu), þessir eru helztir: *) Rechnenkarte „Pix-Fix“. Útg. O. Hofmann, Schmöller, Thtiringen. Verð 35 Pf. Hverjum spilapakka fylgir kver, með allmörgum leikregl- um, en þó má þar endalaust við bœta.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.