Menntamál - 01.12.1939, Page 37

Menntamál - 01.12.1939, Page 37
MENNTAMÁL 163 1. Fyrsti og mesti kostur bókarinnar er sá, að hún ætlar talnasviðinu upp að 20 (frá 0) ekki minna en 145 æfinga- stundir. Þetta ætti að benda kennurum rækilega á að vanda fyrstu kennsluna og hlaupa þar ekki yfir á hunda- vaði. í samræmi við þetta, eru allmörg dæmi í bókinni, og þó þannig sniðin, að þau taka hverfandi lítinn tíma hverr- ar kennslustundar, og gefa nægt tóm til frjálsara starfs. 2. Bókin er prýdd allmörgum skemmtilegum myndum. Þær gera hana aðlaðandi fyrir börnin, og benda auk þess á ýms góð efni til stærðfræðilegra athugana. Það getur leitt einhvern til lífrænna starfs en áður. 3. Fyrstu dæmin eru prentuð með skrifletri. Og þessir þykja mér verstir brestanna: 1. Myndirnar eru flestar afgerðar. Þær laða fæstar börnin til að teikna sjálf, og því síður gamlan og stirðan kennarann. En i stærðfræðistundum eiga slikar myndir bezt heima á töflunni og blöðum barnanna, þótt betra sé að hafa þær í reikningsbókinni heldur en hvergi. Myndirn- ar hefðu þurft að vera einfaldari og gleggri en flestar þeirra eru, helzt strikamyndir (líkt og í „Gagn og gaman“) og einföldustu litmyndir. 2. Þótt allsstaðar í bókinni sjáist viðleitni til skipulegs dæmavals, hefir sú viðleitni of lítinn árangur borið, svo að dæmavalið er allt of handahófskennt. — Engin tala, ekki ein einasta, er krafin til mergjar, hvað þá að þær séu það allar. 3. Þrátt fyrir myndirnar, sem óneitanlega benda til raunsæi, varast bókin vandlega að vekja á nokkurn hátt stœrðfrœðilega skynjun nemenda. Þar er engin máleining sýnd (nema peningar, sem eru harðla óstærðfræðilegur mælikvarði), né nokkuð það, sem hvatt gæti og hjálpað til nokkurskonar mælinga eða skipulegrar skoðunar á gildi stærð og fjölda. Jafnvel fingurnir eru of skynjanlegir hlutir, svo að í byrjun bókarinnar eru hárfín strik notuð til talningar. Hér virðist hjátrúin á nauðsynlegt innihalds- n*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.