Menntamál - 01.12.1939, Page 45

Menntamál - 01.12.1939, Page 45
MENNTAMÁL 171 nytjajurta. í nágrenni skólanna var svo hafin af miklu kappi garðrækt, þar sem börnin miðluðu þjóðinni allri krafta sína í ræktun landsins og aukinni grænmetisupp- skeru. Þetta var starf, er gladdi bæði unga og aldna, og í þessu sáu börnin köllun sína til þess að vinna landi sínu og þjóð gagn og blessun, og það má nærri geta hvort slíkt hafði ekki hin beztu áhrif á siðferðislegar tilfinningar barnanna. Öll starfsemi ungliðanna hafði því tvíþætt gildi: Annars vegar hjálpin til þeirra, er hjálpar voru þurfi, hins vegar gleði hinna veitandi yfir því, sem þeir gátu af mörk- um lagt. En ungliðarnir í Rauða kross deildunum gleymdu heldur ekki sjálfum sér, heilsu sinni og lifnaðarháttum, því að það er eitt af stærstu viðfangsefnum R. kr. félaganna, sem stendur í beinu sambandi við heilsuverndarstarfsemi þeirra, og það er að kenna ungliðunum að gæta heilsu sinnar, herða líkama sinn og lifa heilsusömu lífi. Þessa var lika nákvæmlega gætt í starfsemi ungliðanna og einkennir starf þeirra mjög mikið enn í dag. Þegar friðarandi Wilsons Bandaríkjaforseta sveif yfir heiminum í lok ófriðarins, komu fram skoðanir fjölmargra leiðandi manna þjóðanna um það, að eitt öflugasta vopnið í baráttunni fyrir varanlegum friði í heiminum væri að tengja æskulýð þjóðanna saman til aukins starfs og skiln- ings á högum hvers annars, og einmitt á þessu sviði hafa ungliðadeildirnar ekki setið hjá, heldur unnið flestum öðrum betur að þessum málum með sífelldu sambandi á milli deilda hinna mismunandi þjóða, með blaða og bréfa- skriftum, og síðast en ekki sízt með þingum þeim, er ung- liðadeildirnar hafa stofnað til í hinum ýmsu löndum og nú síðast í Sviþjóð. Eins og ég gat um þegar í upphafi voru það Bandaríkja- menn, sem voru forystumenn um stofnun ungliðadeild- anna og kynntu Evrópuþjóðunum þá hugsjón, sem lá til

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.