Menntamál - 01.12.1939, Síða 47

Menntamál - 01.12.1939, Síða 47
MENNTAMÁL 173 að námskeið hafa verið sett á stofn fyrir unglinga í þess- um efnum, og að þeim loknum gangi ungliðarnir undir prófraun, en standist þeir prófið, fá þeir sérstakt Rauða kross merki sem vitnisburð þess. Sambandið á milli ung- liðadeildanna og R. kr. félaganna, eða réttara sagt tak- mörkin hafa víðast hvar verið miðuð við vissan aldur, en þetta er þó hvergi fast ákveðið og getur hæglega farið eftir því, sem bezt þykir eiga við á hverjum stað. Lítið myndi nú gagna sá lærdómur, sem unglingarnir hljóta á námskeiðum þessum ef hann fengi hvergi að njóta sína eða koma fram. En við getum gengið út frá því sem alveg gefnu, að alltaf geti þau atvik komið fyrir, bæði í heimahúsum og utan þeirra, þar sem ungliðunum gefst kostur á að beita þessari kunnáttu sinni, og ég er þess fullviss að foreldrar, sem láta sér annt um uppeldi barna sinna og menntun munu telja þeim það ótvírætt í hag að þau læri slík fræði, sem hér um ræðir. Hér er hægt að benda á eitt ákaflega sláandi dæmi. Það mun hiklaust teljast ótvíræður og mikill kostur fyrir unga telpu, sem um sumarmánuðina ræður sig til að gæta ungbarns að geta sýnt skilríki fyrir því, að hún hafi lært undirstöðu- atriðin í meðferð þeirra. Það er ekki einungis gleði og léttir fyrir hana sjálfa við starfið að vita sig geta leyst það vel og réttilega af hendi, heldur kærkomið öryggi fyrir mæður þær, sem trúa henni fyrir börnum sínum. Rauði kross íslands hefir þegar hafið vísi til heilsu- verndarstarfsemi meðal skólabarna landsins með útgáfu myndaspjalda þeirra, er send hafa verið í skólana, og sýna þau ýmsar þær reglur, er unglingar eiga að temja sér til varnar heilsu sinni og til þess að fegra og fá útlit sitt og framkomu. Oss er það fullkomlega ljóst, að ekki verður hafin nein veruleg og áhrifarík ungliðastarfsemi nema að foreldrar barnanna sýni starfsemi þessari velvilja og hvetji börnin til þátttöku í henni, en okkar mesti stuðningur er sam-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.