Menntamál - 01.12.1939, Síða 49

Menntamál - 01.12.1939, Síða 49
MENNTAMÁL 175 því, serrt þið sjálf vinnið að að vernda, og sem oss öllum er kœrt og nauðsynlegt í lifsbaráttu vorri. Þá vil ég snúa mér að 2. lið starfsskrár ungliðadeildanna, en það er: Hjálparstarfsemi og fórnfýsi við systkini og jafn- aldra. Flestum mun vera sérstök nautn í tilfinningunni um það að geta hjálpað þeim, sem hjálpar eru þurfi. Þeim manni er eitthvað undarlega farið, sem sneyddur er þeirri tilfinningu og víst er það, að hann fer mikils á mis. Hugsið þið ykkur, á hve ótrúlega margan hátt er hægt að hjálpa og gleðja. Slíkt er hægt að gera af sára litlum efnum, ef hugur og hjarta fylgir máli. Við skulum bara hugsa okkur bróður eða félaga, sem liggur á sjúkrahúsi og við færum honum lítinn poka af sælgæti eða ekki nema snotran blómvönd. Á slíkum stundum fer hlýr straumur þakklætis og vináttu bæði um þiggjanda og veitanda, og við færumst nær hvor öðrum. Eða tökum fátækan leikfélaga, sem við eigum kost á að veita aðstoð okkar. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund lítið dæmi. Félaga okkar langar til að fara og sjá bíómynd eða að komast á einhverja barna-skemmt- un, en foreldrar hans geta ekki veitt honum það sakir fá- tæktar. Hvað myndi geta glatt meira við slíkt tækifæri heldur en það, að einhver félagi hans gerði honum þetta kleift? Slíkt treystir vináttuböndin og eykur á vellíðan beggja. En fara verður að með fullri nærgætni og varúð, því að barnssálin er viðkvæm og létt að særa hana. Ég hefi verið að segja í nokkrum atriðum frá starfinu, sem undir þennan lið heyrir og þykir þvi rétt að drepa á starfsemi einnar ungliðadeildar í Noregi á þessu sviði. Þessi deild er starfandi í Bergen, og í henni eru um 300 unglingar. Ár hvert í desember hefir deildin bazar þar í borginni, en ungliðarnir sjálfir leggja til sölumunina, sem þeir búa til í heima-húsum. Oftast nær er mjög góður hagnaður af þessari litlu sölubúð þeirra, og honum verja svo ungliðarnir, í samráði við kennara og skólastjóra handa þeim félögunum, sem báglega eru staddir, nokkrum hluta

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.