Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 50

Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 50
176 MENNTAMÁL hans er varið til ferðalags ákveðinni tölu unglinga á hverju ári og loks er afgangurinn lagður í sjóð, sem svo vex ár frá ári. Slík starfsemi sem þessi hefir þrefalt gildi: í fyrsta lagi taka ungliðarnir þarna höndum saman til hjálpar félögunum, sem hjálpar eru þurfi, í öðru lagi veitir hún ungliðunum gleði, bæði þeim, sem að verkinu vinna svo og þeim, sem í ferðalagið fara, og loks kennir þetta ungliðun- úm hvernig verja skuli fjármunum skynsamlega. Ég vil ekki efast um, að þið munið skilja gildi slíks starfs. Yfir- leitt hefir það verið venja ungliðadeildanna á Norðurlönd- um að stofna sérstaklega til ýmsra hátíðahalda og fagnaða í desember ár hvert sakir alls þess fagnaðar, sem er sam- ferða jólunum. Ég benti aðeins á eitt dæmi, en þau eru vit- anlega ótalmörg fleiri. Allt þetta starf miðar yfirleitt að því að auka félagslegan þroska og bræðralag æskunnar, mann- úðartilfinningar hennar og nærgætni, sérstaklega á þann hátt, sem börnin finna sjálf bezt til þess og leggja eitthvað sjálf af mörkum í því sambandi. Þá komum við að þriðja liðnum: Alþjóðavinátta unglið- anna. Það er einkum eftir heimsstyrjöidina, að sú hugsun vaknar hjá R. Kr. félögum út um gervallan heim, að æsk- unni muni geta tekizt að brúa þær gjár missættis og skiln- ingsleysis, sem gripið hafði sumar þjóðir, og að henni myndi geta tekizt að knýta vináttubönd sín á milli, sem orðið gætu smyrsl á þau sár, er þjóðunum blæddi mest eftir heims- styrjöldina, og þá ekki einungis þeirra þjóða, er i ófriði áttu, heldur og hinna einnig, sem ekki bárust á banaspjót- um. Ungliðadeildir Rauða Kross félaganna ákváðu að þjóna þessari hugsun og hafa gert það dyggilega allt fram á þennan dag, sumstaðar við hlið skátafélaganna. Hlutverkið er geysilega stórt og merkilegt, en við verðum að vísu að játa það, að enn virðist leiðin löng til árangurs á þessari braut, ekki sízt er vér hugsum um þá atburði, er gerzt hafa í nágrannalöndum vorum frá því í septemberbyrjun. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.