Menntamál - 01.12.1939, Side 51

Menntamál - 01.12.1939, Side 51
MENNTAMÁL 177 það er ekki ástæða til að láta hugfallast fyrir það, og þrátt fyrir allt hlýtur maður að fylgja hverri þeirri hreyfingu og veita henni athygli, er leggur sig fram til að árangur náist á þessu sviði. Starf ungliðanna, sem þessi liður ræðir um, hefir einkum verið í því fólgið, að deildirnar hafa skipzt á bréfum og blöðum, en þó hafa sérstaka þýðingu haft bækur þær, eða öllu heldur hefti þau, sem ungliðarnir sjálfir hafa búið til og fyllt að efni. Hefti þessi líkjast einna mest ljósmyndamöppum og eru oft mjög skemmtileg. Ung- liðinn, sem senda ætlar slíka bók frá sér út í heiminn, til félaga í framandi landi, skrifar um land sitt og þjóð, land- fræðilega legu landsins, lýsir þjóðinni, atvinnuvegum henn- ar og háttum, samgöngum, framförum, listum o. s. frv. Ef til vill ritar hann sérstaklega um fæðingarstað sinn eða dvalarstað. í stuttu máli er alveg takmarkalaust það, sem skrifa má um. Þetta límir hann svo allt inn í heftið, og náttúrlega er mjög ákjósanlegt að myndir eða póstkort fylgi efninu. Þá er bókin er fyllt, er hún ferðbúin út í heim- inn til ungliðanna fyrir handan hafið. Sumir velja ferða- sögur til frásagnar, þar sem öllum þeim atriðum, sem ég hefi nefnt, er komið fyrir. En nú fylgja nokkur vandræði þessu sem öðru, en það er málið. í nágrannalöndum vorum hafa þessar skriftir á milli deildanna einkum farið fram á einhverju skandinavisku málanna, ensku eða þýzku. Þegar ungliðadeildin hefir svo ákveðið, hvert hún ætlar að senda bók sína, er bezt fyrir hana að ráðgast við kennara sinn og njóta tilsagnar hans í þessum efnum. Víða tíðkast það, að kennararnir láta ungliðana gera nokkrar stílaæf- ingar um þessi efni og þannig er sameiginlega komizt að lausn málsins. Stundum er bezti stíllinn verð- launaður og síðan notaður til hægðarauka. Nú verða kann- ske einhverjir sérstakir örðugleikar á um þýðingu lesmáls neðan við ljósmynd t. d., og senda'þá ungliðarnir lesmálið til aðalstjórnar ungliðadeildanna ásamt með bókinni og sér þá aðalstjórnin um þýðinguna og sendingu bókarinnar, 12

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.