Menntamál - 01.12.1939, Page 54

Menntamál - 01.12.1939, Page 54
180 MENNTAMÁL 5. Þar eð handiðja er nú tekin upp í alla fasta barnaskóla, og fer vaxandi, eins og nýafstaðin landssýning bar vott um, þá sé hert á ákvæðum um handavinnunám í öllum ungmennaskólum, háum sem lágum, og engum þeirra látið líðast það ófremdarástand, að þar sé hvorki kennd handiðja né leikfimi. 6. Hvatt sé til aukins diciplins, bindindisfræðslu og kristi- legrar starfsemi í skólunum. Snorri Sigfússon. Steingrímur Arason sextugur Steingrímur Arason varð sextugur 26. ágúst s. 1. Stjórn S. í. B. fór heim til hans þann dag og árnaði honum heilla. Steingrimur hefir verið kennari við Kennaraskójann síðan árið 1920. Hann er því í þeim skilningi lærifaðir þeirra barnakennara, sem síðan hafa komið í Kennaraskól- ann, en í víðtækari merk- ingu er hann lærifaðir okkar allra, þar sem hann hefir kennslufræðilega haft v í ð t æ k áhrif á barna- kennslu í öllum skólum landsins í tvo áratugi. Um braut- ryðjandastarf S. A. í íslenzkum skólamálum vísast til greinar um hann í síðasta hefti. Menntamál óska Stein- grími allra heilla, og að hann megi enn vinna mörg og merk störf í þágu íslenzkra barna og íslenzkra skólamála. S. Th.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.