Menntamál - 01.12.1939, Side 56

Menntamál - 01.12.1939, Side 56
182 MENNTAMÁL Bjarni Bjarnason, skólastjóri, fimmtugur Bjarni Bjarnason skóla- stjóri að Laugarvatni varð fimmtugur 23. október s. 1. Við það tækifæri sendi stjórn S. í. B. honum ávarp, skrautritað á geitaskinn og ofið upp á útskorið kefli. Valgerður Briem rit- aði, en Ríkharður Jónsson skar út. Var allur frágang- ur hinn prýðilegasti. Á- varpið var eigin hendi undirritað af öllum stjórn- armönnum S. í. B. og er svohljóðandi: „Bjarni Bjarnason skóla- stjóri Laugarvatni. Sam- band íslenzkra barnakennara sendir yður vinarkveðju, árnaðaróskir og þakkir á fimmtugsafmæli yðar. Vér þökkum margra ára farsæl foringjastörf í félags- málum kennara. Sem fyrsti formaður S. í. B. árin 1921—29 unnuð þér brautryðjanda starf fyrir samtök vor og áttuð drjúgan þátt i að fleyta þeim yfir erfiðasta áfangann. Vér þökkum margvísleg störf í þágu kennslumálanna í landinu. Loks þökkum vér drengilega vörn og sókn á Alþingi fyrir málefni barna og kennara. Árnaðaróskir kennarastéttarinnar fylgja yður. Vér ósk- um yður langra lífdaga, mikilla og giftusamlegra afkasta, og yður og fjölskyldu yðar óskum vér gæfuríkrar fram- tíðar.“ Menntamál gera árnaðaróskir þær, sem í ávarpinu felast,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.