Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 14

Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 14
6 MENNTAMÁL En hér er enn lítið um slíkar stofnanir. Ríkið hefur eigi reist heimili fyrir fávita á skólaskyldualdri. Eitt fávita- hæli hefur verið byggt og annað er í smíðum, en ætla má, að þau verði notuð fyrir fullorðna fávita, annað fyrir karla, en hitt fyrir konur. Hið þriðja, sem reist verður, mun ætlað börnum. En eitt fávitaheimili er þó til fyrir börn, er það að Skálatúni í Mosfellssveit. Hafa einstakl- ingar með tilstyrk ríkis og bæjar hrundið þar merkilegu átaki í framkvæmd. Því er ekki að leyna, að hér á landi hafa mjög van- þroska börn og jafnvel fávitar setið víða á skólabekk svo árum skiptir án nokkurs árangurs í námi. Er varla hægt að ásaka skólana, þó að þeir hafi ekki hörku til að reka þessi börn af höndum sér, meðan vöntun er á sérstökum stofnunum fyrir þau. Nú má telja vafasamt, að æskilegt sé að senda öll þessi börn á hæli eða í heimavistarstofnanir. Það er vitanlega oft óhjákvæmilegt að fjarlægja þau frá heimilum þeirra ýmissa orsaka vegna. Þá er enginn annar kostur fyrir hendi en að senda þau í sérstakar stofnanir. En margir foreldrar vilja gjarnan og hafa ástæður til að hafa börn sín heima, þótt þau séu lítt þroskuð andlega, en þurfa hins vegar að fá handa þeim kennslu eða aðra aðstoð. Fyrir þessi börn mætti telja dagskóla eða dagheimili æskilegri og þar að auki ódýrari fyrir þjóðfélagið en heimavistarstofnanir. Á þessum dagheimilum mætti kenna hvers konar létta handavinnu við hæfi barnanna og ýmis létt störf, sem ef til vill gætu orðið þeim síðar styrkur til eigin framfærslu eða a. m. k. til dægradvalar. Allt er þetta mikið vandamál. Það er þörf á að reisa stofnanir fyrir þessi börn, en fyrst þarf að gera sér glögga grein fyrir þörfinni. Mér vitanlega liggja enn ekki fyrir skýrslur um tölu þessara barna né heldur á hvaða stigi þau eru. Þegar upplýsingar um þetta eru fyrir hendi, er fremur hægt að gera áætlanir um, hve
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.