Menntamál - 01.03.1955, Page 21

Menntamál - 01.03.1955, Page 21
MENNTAMÁL 13 sem hefur miðlað þekkingu sinni fleiri Ólafsfirðingum en nokkur annar maður fyrr eða síðar. Það er vel farið, að svipur hans og mót standi hér við stigann, við veginn, sem æskan gengur á leið sinni til mennta og meiri þroska, því að meðal hennar var lífsstarf hans allt. Það er ósk mín, að þeir eiginleikar, sem hann átti bezta sem kennari og fræðari, megi ætíð ríkja meðal kenn- ara þessarar stofnunar. Um leið og ég svo tek á móti þessari ágætu gjöf fyrir hönd skólans í Ólafsfirði, leyfi ég mér einnig að fela hana til varðveizlu skólanefnd Ólafsf jarðar, kennurum skólans, nemendum hans og umsjónarfólki þessa húss. Megi hún standa hér um framtíð, Grími Grímssyni, fyrsta skólastjóranum í Ólafsfirði, til verðugs lofs og húsi þessu til sæmdar. Gamlir nemendur Gríms Grímssonar gáfu skólanum líkanið. Ríkarður Jónsson gerði myndina, er hún af eiri.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.