Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 30

Menntamál - 01.03.1955, Qupperneq 30
22 MENNTAMÁL og ætti öllum, hverjum á sinn hátt, að vera fengur að væntanlegum niðurstöðum. Loks skal það tekið fram, að úrvinnsla af þessu tagi hefur takmarkað svið. Not hennar eru þegar bezt gegnir, einkum í því fólg- in að gera mönnum ljóst með nokkurri nákvæmni og öryggi, hvernig sakir standa og benda á veilur og vand- kvæði. Hún getur á engan hátt komið í stað skipulegra rannsókna á sviði fræðslumála né hagnýtra leiðbeininga í kennslustarfinu sjálfu. Iiins vegar gæti hún orðið mikil- væg til leiðbeiningar um val verkefna af því tagi og styrk- ur forráðamönnum skólanna í starfi þeirra og síðast en ekki sízt komið kennurunum sjálfum að notum. Það virð- ist stundum gleymast, þegar um þessi mál er rætt, að nemandinn og kennarinn skipta mestu máli. Fyrir þá og þeirra vegna er skipulagið og hvers konar tæknileg vinnu- brögð, sem beitt kann að vera í kennslunni sjálfri eða á annan hátt. Með engu móti mega fyrnast þau sannindi, að það, sem mestu skiptir í kennslustarfinu, er hinn lif- andi veruleiki í samskiptum nemanda og kennara, fyrst og fremst fyrir þessa aðila sjálfa sem menn, en einnig til að tryggja námsárangur. En þessi samskipti eru nú á dögum af nauðsyn orðin svo kerfisbundin og margslung- in, að hætt er við einhæfni og leiðindum. Kennaranum er því þörf allrar þeirra fræðslu og hvatningar, sem unnt er að láta honum í té. Af þeim toga virðist mér verk- efni það, sem hér hefur verið drepið á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.