Menntamál - 01.03.1955, Page 37

Menntamál - 01.03.1955, Page 37
MENNTAMÁL 29 Afturvirk námstöf. Línurit þetta sýnir afköst við að strika í bókstafi eftir ákveðnum regl- um. Skipt er um stafi frá I til II. Mismunur á afköstum stafar af aftur- virku töfinni. Linuritið er gert á verklegri æfingu í Kennaraskólanum. við að prófa minnið og ýmiss konar efni, og kom jafnan í einn stað niður. Eyðandi áhrif þess, er síðar er numið, (aukaraðar), á það, sem fyrr var numið, (aðalröð), kallast afturvirk náms- töf. Þessara áhrifa gætir, þótt síðara námsefnið eða verk- ið sé óskylt hinu fyrra. Afturvirka töfin verður því minni sem lengra líður milli þess að horfið er frá ákveðnu námi og annað er hafið. Ef sá tími er fimmtán mínútur, gætir hennar ekki. Einnig getur hliðstæð töf komið fyrir, ef aukaverkið er unnið t. d. rétt áður en aðalefni skal skilað, er slíkt kallað framvirk námstöf. Ef stuðla skal að því, að námsefni festist vel í minni, er skynsamlegt að gera nokkurt hlé og slaka á sér, eftir að það hefur verið numið, sérstaklega á þetta við erfiða, en mikilvæga kafla. Þetta sannar og ljóslega, hversu nauð- synlegt er að hafa kennslustundir hóflega langar og frí-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.