Menntamál - 01.03.1955, Síða 50

Menntamál - 01.03.1955, Síða 50
42 MENNTAMÁL einnig bilið milli prentstafa og skrifstafa. Formskriftin er því eins konar milliliður milli venjulegrar skáskriftar og prents. Aðaleinkenni formskriftarinnar eru í fáum orðum sagt þessi: Hún er lóðrétt, þ. e. stafirnir hallast hvorki til hægri né vinstri. Telja formælendur hennar, að eðlilegasta handhreyfingin fáist með því móti. Ennfremur er bent á, að það henti betur þeim, sem með vinstri hendi skrifa. Stafir þeir, sem ná upp fyrir línuna, hafa ekki opinn legg (b, d, h, k, 1, t) og byrja ekki niðri á línunni í upp- hafi orðs. Stafurinn n hefur aðeins einn boga, en m tvo (sbr. meðfylgjandi sýnishorn). Stafirnir, sem ná niður fyrir línuna, enda í krók til vinstri (f, g, j, y). Er það gert til að komast hjá hinni ljótu lykkju, sem oft vill mynd- ast á þessum bókstöfum, sömuleiðis útflúr, sem ýmsum hættir til að beita, eftir að barnaskólanámi lýkur. Menn hafa til skamms tíma haldið fram, að skriftar- hraðinn yrði minni hjá þeim, sem formskrift rita. Nýj- ustu tilraunir í Noregi sanna frekar hið gagnstæða. Því hefur einnig verið haldið fram, að þeir, sem skrifuðu formskrift, fengju ekki eins persónulega rithönd. Mér finnst reynsla mín í vetur síður en svo styðja þá kenn- ingu. Auðvitað sést strax, að þessari aðferð hefur verið beitt, en það er líka auðvelt að þekkja úr þá nemendur, sem notið hafa kennslu eftir skriftarkerfi Guðm. I. Guð- jónssonar, ogsvo mun um hverja skriftaraðferð. Einstakl- ingsmunur verður alltaf einhver, sem gefur rithöndinni persónulegan blæ, hvaða kerfi, sem notað er. Kennslu minni 1 vetur var þannig háttað, að fyrstu tvo mánuðina kenndi ég undirstöðuatriði á töflu. Eftir það fékk ég forskriftarbækur frá Danmörku. Mér virtist þó, að nemendur væru búnir að tileinka sér helztu einkenni formskriftarinnar eftir þessa fyrstu tvo mánuði. Þegar nemendur komu í skólann, tók ég sýnishorn af rithönd þeirra. Annað sýnishorn tók ég í síðasta tíma fyrir jól

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.