Menntamál - 01.03.1955, Side 60

Menntamál - 01.03.1955, Side 60
52 MENNTAMÁL SNORRI SIGFÚSSON: Að norðan Einhvern tíma lofaði ég ritstjóra Menntamála því að segja eitthvað í fréttum af skólamálum á námsstjórasvæði mínu norðanlands, en litlar efndir hafa á því orðið. Er nú annað hvort að hrökkva eða stökkva, þar sem ég er nú horfinn úr námsstjórastarfinu og ekki eftir neinu að bíða með efndirnar. En þetta verður stutt og slitrótt, enda er ekki margt eða mikið í fréttum. Svæði það, sem ég hef haft til yfirsóknar, hefur hin síðari ár verið: Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, og Þingeyj- arsýslur og nyrzti hreppur Norður-Múlasýslu. Fyrstu árin hafði ég einnig Austur-Húnavatnssýslu, en hún hef- ur nú upp á síðkastið talizt til annars námsstjórasvæðis. Á þessu svæði eru 5 kaupstaðir, 6 allstór kauptún og 6 fremur lítil þorp, auk hinna dreifðu byggða, en alls eru þar 51 skólahverfi og skólar. 1 þessum skólum voru s. 1. skólaár 2830 nemendur, en prófskyld börn voru samtals 3151, og fullnaðarpróf (eða barnapróf) tóku alls 441 barn. Til samanburðar má geta þess, að á fyrsta skólaárinu, sem ég hóf námsstjórn, 1941—1942, voru í þessum sömu skólum 2961 barn, 3416 voru prófskyld og 462 luku fulln- aðarprófi. Hefur prófskyldum börnum á svæðinu fækkað um 265 á þessum árum. Stafar það fyrst og fremst af því, að í fjölmennustu skólunum eru nú aðeins 6 ársdeildir skóla- skyldar (í barnaskóla) samkv. nýju fræðslulögunum, en 7 áður, og svo af fólksfækkun í sveitunum á þessu tímabili. Árið 1942 voru í sveitaskólunum (3 lítil þorp með talin) 790 börn, en 1140 prófskyld. Á s. I. vori voru í þessum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.