Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 12
102
MENNTAMÁL
hafa verið samræmd próf fyrir alla skóla Reykjavíkur
eða samræmd próf innan hvers skóla. Á vorin er þetta
svo endurtekið, nema nú bætist við próf í öllum auka-
greinum. Kennslu er þá venjulega lokið um 11.—13. maí,
prófum lokið um 20.—23. maí, og vikutími fer þá í
skýrslugerðir o. fl. í næstu tveim aldursflokkunum, 11 og
12 ára, verður að mestu endurtekning þess kerfis ,sem
að framan getur, nema það, að 12 ára barnið tekur nú
barnapróf og á það á hættu að falla á því. Barnið tekur
þá próf í næstum öllum þeim greinum, sem það hefur
fengið einhverja nasasjón af í skólanum á þessum 6
árum.
Nokkurn veginn á þennan hátt lítur aðalprófatafla
barnaskólanna út frá 7—12 ára, og er þá aðeins stiklað
á hinum sameiginlegu prófum. Það kunna einhverjir að
segja, að þetta sé nú ekki svo slæmt, en einmitt vegna
þeirra hugrenninga langar mig næst að skyggnast svo-
lítið nánar inn í skólann og starfið, sem þar fer fram.
Hvernig verður þetta í framkvæmd, og eru nokkrir al-
varlegir vankantar á því kerfi, sem um ræðir?
Ég nefndi áður, að börnin kæmu til innritunar í skól-
ana og prófs í lestri vorið áður en raunveruleg skólaganga
þeirra byrjar, en eftir því prófi er þeim síðar raðað í
bekki. Ég tel það vera alranga byrjun á skólagöngu 7 ára
barns að byrja á því að prófa í því, sem það ætti að eiga
eftir að læra í skólanum. Með þessu fyrirkomulagi byggj-
um við meir og meir undir þá þróun, að börn hefji lestrar-
nám löngu fyrir lögboðinn skólatíma og löngu áður en
mörg þeirra hafa náð þeim þroska, sem til þarf. Það
þekkja allir, sem við lestur yngri deildanna hafa fengizt,
hversu tímakennslan hefur gjörsamlega eyðilagt eðli-
legar framfarir hjá seinþroska börnum, sem e. t. v. hafa
ekki haft þroska til lestrarnáms fyrr en 8—9 ára, en
fengu sína undirstöðuþekkingu 6 ára og jafnvel 5 ára.
Þegar þessi börn koma í skólann með einkunnir, sumar