Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 16
106
MENNTAMÁL
heila bekki úr lakari hluta barnahópsins, ná ágætis ein-
kunnum á barnaprófi. En þetta er í mörgum tilfellum
skammgóður vermir. Hvað skeður, er þessi börn koma
í framhaldsnám ? Þau fylgjast ekki með, dragast aftur
úr. Þið megið trúa því, að þeir kennarar barnaskólanna,
sem senda frá sér slík ,,séní“, hafa ekki lengi tiltrú þeirra,
sem við börnunum taka. Það er margsannað, að það, sem
nemandi lærir eingöngu til að muna á prófi, gleymist
miklu fyrr en annað efni, sem unnið er með. Það má
einnig deila um, hve þýðingarmikil þessi minnisatriði
eru, en halda mundi ég, að mörg þeirra hefðu harla litla
þýðingu á framtíðarskólagöngu, eða þá, er börnin koma
út í sjálft lífið. Spurningarnar eru yfirleitt upptalning
minnisatriða, sem svara má með einu eða tveim orðum
og örsjaldan heilli setningu.
Það er vitaskuld eðlilegt og í sumum tilfellum sjálf-
sagt, að börnin læri viss atriði í hverri námsgrein utan-
bókar, eftir því sem þau eru hæf til hvert og eitt, en ég
tel þó, að leggja beri meiri áherzlu á að kenna þeim hvar
og hvernig þau eiga að leita sér upplýsinga um hina ýmsu
þætti námsgreinanna og haga vinnubrögðum samkvæmt
því.
Margir telja, að með þessum samræmdu prófum sé náð
mikilvægum þætti í kennslunni. Á ég þar við samanburð-
inn milli barna, milli bekkja og jafnvel milli skóla. Þó að
það væri ekki nema eingöngu vegna samanburðarins, sem
stöðugt klingir í eyru kennara frá foreldrum, teldi ég það
nægilega ástæðu til að grípa inn í málið. Þetta hefur oft
gengið svo langt, að jafnvel kennarar hafa keppt um það,
hver bekkurinn fengi hærra meðaltal. Hefur það þá valdið
því, að börnin hafa verið undirlögð í prófum flesta daga
vikunnar, en kennslan sjálf gleymzt. Ég hef sjálfur tekið
þátt í svona prófakeppni, svo að mér er málið ekki alveg
ókunnugt.
Mér er það ljóst, að ég dreg hér fram dekkri hlið þess