Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 108
198
MENNTAMÁL
meiri og betri starfa. — Börnin beina spurningum til þess
hóps, sem segir frá, og þátttakendur hópsins svara eftir
beztu getu. Atriði, sem ekki er hægt að svara, eru skrifuð
niður, ef þau eru mikilsverð, svo að hægt sé að leita að
svarinu seinna. Ýmis minnisatriði eru skrifuð, og með
þessu móti læra nemendurnir að vinna á kerfisbundnari
hátt.
Víst kemur það fyrir, að einhver spyr aðeins til þess að
veita sér þá ánægju að koma félaga í vanda, en sú ánægja
varir jafnan stutt. Hin börnin taka jafnan svari þess, sem í
vandann er settur, og stundum kemur það fyrir, að gremju-
gnýr heyrist í stofunni: „Þvílík heimska!“ Drengur nokk-
ur, sem spurði hvað eftir annað heimskulegra spurninga,
varð að lokum að lofa því að spyrja ekki þannig, áður en
félagar hans leyfðu honum að spyrja á ný.
Stundum hefur einhver utan hópsins, sem segir frá,
hinu og þessu við að bæta, sem upplýsir efnið nánar. Einn-
ig kemur það fyrir, að áheyrendurnir efast, vilja fá ákveð-
in dæmi til rökstuðnings, gera athugasemdir eða leiðrétta
rangfærslur. En gagnrýni er einnig beitt gegn þeim, sem
gagnrýnir. Nemendurnir sjá fljótt, að gagnrýni á að fela
í sér hjálp. Þeir andmæla strax, ef þeir finna, að hún er
lævi blandin. Það hefur komið fyrir, að umbrotamiklir
drengir hafa algjörlega verið þaggaðir niður. Nemendur
öðlast fljótt skilning á nauðsyn þess að halda sér við efnið
og temja sér heiðarlega málsmeðferð.
Þegar kennarinn dæmir, kemur það fyrir, að sá dæmdi
huggast við það, að félagarnir fylgja honum að málum, —
að hann hefur samúð þeirra. Sá, sem dæmdur er af félög-
unum, nýtur ekki þeirrar huggunar. Þá kann svo að fara,
að kennarinn verði að ganga á milli og milda dóminn,
sem felldur var yfir Áka. Ef til vill hafa skýringar hans
verið óljósar, en engu að síður lagði hann sig allan fram.
Einhvern tíma, þegar slíkt kemur fyrir, gæti verið rétt
að vekja athygli nemendanna á því, að hópur manna getur