Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 77
MENNTAMAL
167
sömuleiðis bekkir og borð, skálinn er tjaldaður innan með
útsaumuðum reflum og á súlum hanga vopn skorin úr tié.
Hofið er úr samlímdu grjóti og leirguðir á stöllum. Á langa
pappírsræmu eru teiknuð og máluð vopn þau, sem víking-
ar báru frá 700-1000 e. k. Fornmaður og fornkona eru mál-
uð á umbúðappír í fullri líkamsstærð og reynt að draga
fram þau einkenni, sem safnmunirnir gefa tilefni til. Þeg-
ar lokið er við að sviðsetja Egilssögukaflana, er stofan
skreytt með því, sem búið hefur verið til og haldin „vík-
ingavaka“, þar sem sungnir eru tvísöngvar, lesið upp, leik-
ið og flutt erindi.
Þannig hefur andi tímabilsins verið endurvakinn að svo
miklu leyti, sem unnt er, og til þess beitt fjölþættum starf-
rænum aðferðum. Innan þessa ramma verður sjálftkennslu-
bókanámið svo auðvelt, að það tekur naumast nokkur eftir
því, að það hefur farið fram. Þekkingin, sem hefur skap-
azt, er árangur af rannsóknarstarfi. Hún nær langt út fyrir
námsbókina, sem verður margfalt auðskiljanlegri fyrir
bragðið. Námið hefur verið skemmtilegt og þroskandi og
veitt menntun, sem ekki er fyrst og fremst miðuð við próf-
spurningar.
Yfirlitið, sem fæst með þessu móti, gerir nemendunum
kleift að kynna sér nákvæmlega vissa kafla tímabilsins, ef
á þarf að halda, af því að þeir vita, hvar þeirra er að leita,
og þeir hafa ýmis atvik til að miða við. Þannig hlýtur allt
uám í framtíðinni að byggjast á yfirlitsþekkingu og vinnu-