Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 120
210
MENNTAMÁL
hún ætti lífið og lífið ætti hana. Hún var til þess gerð að
þiggja og gefa. Við komumst ekki undan henni, og við
munum aldrei gera það, því að hún skein á okkur.
IX.
Þarflaust er að hafa um það mörg orð, að sitt er hvað
einvera og einmanaleiki. Einveran tekur til ytri kjara,
einmanaleikinn til viðhorfs og reynslu. Jafnþarflaust
ætti að vera að minna á, að hvað orkar á annað ytri kjör
og viðhorf og reynsla.
Fyrir mér vakir öðru fremur að benda á það, að tízkan
nær eigi aðeins til ytri hluta svo sem klæða, bifreiða og
húsgagna eða matar og drykkjar, hún ræður einnig miklu
um lífsviðhorf, lífsreynslu og boðskap á hverjum tíma.
Tízka í klæðum, mat og drykk er misgóð, tízka í lífsvið-
horfum og listum er það einnig, hún verður og leiðigjörn,
ef hún situr lengi á fletjum okkar.
Heimspeki eymdarinnar og einsemdarinnar er orðin
leiðinleg, og það er ekki betra siðleysi en hvað annað að
vera leiðinlegur. Og hún er ekki holl með öllu að heldur.
Hér að framan var bent á það, að einmanaleikinn semdist
ekki við dug, framgang, ást og karlmennsku innan vest-
rænnar menningarheildar, ef álykta má af teknum dæm-
um, og mér þykir ekki líklegt, að athugun innan annarra
menningarheilda myndi heimila aðra ályktun. Postular
einsemdarinnar, þeir sem gera hana að tízku eða tekju-
lind, munu vart hugleiða, að þeir eru að rækta og magna
með stórvirkri sefjun boðskap og viðhorf andstætt sjálfri
lífshneigð og lífsjátun manneskjunnar, og ef til vill gleyma
þeir, sem betur vilja, að aldrei fyrr hefur hverjum gikk
verið jafnháskalega auðvelt að ná til annarra sálna.
Við eigum skuld að gjalda hverri sál, er á okkur skein.
Við gerum það ef til vill bezt með því að gleyma hvorki né
neita því „sálufélagi“, sem er einfaldlega mennskt hlut-
skipti, þegið undan allri tízku, hafið yfir allan hverfleik.