Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 20
110
MENNTAMÁL
Nútíma þjóðfélag gerir meiri og meiri menntunarkröf-
ur til þegna sinna, vegna stöðugra þreytinga á atvinnu-
háttum þjóðarinnar, enda er með ólíkindum, að við þurf-
um mun styttri skólagöngu en almennt gerist í nágranna-
löndum okkar. Með því að hefja skólastarfið fyrr eða 1.
september ár hvert, skapast möguleikar á fjölbreyttum
vinnubrögðum í starfrænu námi með námsferðum barna
út í náttúruna til athugana á jurta og dýralífi. í því sam-
bandi er rétt að benda á, að septembermánuður er eini
tími ársins, sem gefur möguleika á svo raunhæfu námi.
Ég vil leyfa mér að vitna í nokkur orð frk. Gerdu Brun-
skog, er hún ritaði í Foreldrablaðið, (18. árg. 1. tbl. 1961),
en hún segir m. a.: „Nú á dögum viljum við haga kennslu
lesgreina þannig, að hún þroski nemendur sem allra mest.
Þeir þurfa að fá að vinna mikið sjálfstætt, með vinnu-
hraða, sem þeim hæfir. Þeir þurfa að eiga kost á að velja
sér verkefni, vinna að því og gera grein fyrir því skrif-
lega eða munnlega. Samvinna í litlum hópum innan bekkj-
arins er mjög mikilvæg. Hún eykur mjög félagslegan
þroska, sem skólar í nútíma þjóðfélagi þurfa að leggja
sérstaka rækt við.“
Það er rétt, að skólastarf, sem má greina undir „akti-
vitets pedagogik“, eða starfræna kennslu, krefst lengri
tíma í skólanum. Ég hef þegar bent á tvær leiðir til að
bæta úr þeirri tímavöntun. í fyrsta lagi með niðurfell-
ingu samræmdu prófanna, en með því vinnum við inn
u. þ. b. einn mánuð af raunhæfum kennslutíma og í við-
bót 7 daga styttingu jóla- og páskaleyfis, eða samtals um
5 vikur. í öðru lagi með lengingu skólatíma 10—12 ára
barna um einn mánuð, en heldur þykir mér ósennilegt, að
sú breyting komi til framkvæmda í náinni framtíð, ef
svo heldur áfram sem hingað til, en íhaldssemi okkar í
skólamálum er með eindæmum.
Enda þótt þróun og breytingar hafi verið stöðugar í
flestum atvinnugreinum þjóðarinnar um mörg undan-