Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
179
enga á öðru. Öðru hvoru getur þurft að veita kennara
lausn frá störfum við skólann nokkurn tíma vegna náms,
rannsókna eða ferðalaga, sem eru mikilvæg fyrir skólann.
Þetta á að geta gengið vel, ef starfssvið hvers kennara
er vel skýrgreint í glöggri áætlun, sem öllum er tiltæk.
Öllum störfum við skólann, allt frá kennslu og prófum til
leiðbeiningar- og gæzlustarfa, verður að vera réttlátlega
skipt með samkomulagi allra, sem hlut eiga að máli.
Það er flókið verk að semja slíka áætlun fyrstu árin,
en verður einfaldara, eftir því sem venjur myndast og fest-
ast. Kerfi sem þetta leggur aukna ábyrgð á herðar kenn-
araliðsins, en eykur einnig svigrúm þess. Með þessu fyrir-
komulagi geta nemendur tekið þátt í störfum og stjórn
skólans. Annist þeir t. d. vörzlu á bókasafni, losnar tími
hjá kennurum, sem unnt er að nota til aukinnar aðstoðar
við nemendur, félagsstörf þeirra í skólanum, skipulagn-
ingu námsferða o. s. frv.
6. Starfsáætlun skólans.
Við samningu fjárhagsáætlunar fyrir skólann er nauð-
synlegt að hafa í huga aukið sjálfstæði fyrir hann. Kenn-
arar og nemendur verða að hafa frjálsræði um fram-
kvæmd áætlunarinnar að vissu marki. Gera má ráð fyrir
að kostnaður á hvern nemanda sé kr. 5000.00 á ári, þegar
öll útgjöld eru talin, þar á meðal fyrning bygginga.
Þessi upphæð kemur nokkurn veginn heim við venju-
leg útgjöld, eins og þeim er nú háttað og því eðlilegt að
leggja hana til grundvallar við áætlanir um kostnað.
Ríkið, eigandi skólans, verður að hafa rétt til að krefj-
ast þess, að 10 af hundraði fjárhagsáætlunarinnar sé var-
ið til viðhalds. Kennararáð gerir tillögur um það, hvernig
áætlaðri upphæð verði varið hverju sinni.
Stærsti fasti liðurinn á fjárhagsáætluninni eru laun
kennara.
Æfingakennslan kostar nú að meðaltali kr. 1500,00 á