Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
139
INGIBJÖRG S TEPHENSEN:
Málhölt skólabörn.
Af þeim málgöllum, sem
finnast meðal skólabarna,
eru tveir langmest áber-
andi, — stam og framburð-
argallar, einkum smámæli
og kverkmæli.
í grein þeirri, sem hér
fer á eftir, hef ég því reynt
að skýra nokkuð eðli þeirra
og orsakir í þeirri von, að
það megi verða kennurum
til gagns í daglegri um-
gengni þeirra við þessi
börn.
Stam.
Stam er það, sem flestum
dettur fyrst í hug, ef minnzt
er á málgalla eða málhelti. — Við köllum, að fólk stami,
þegar hin eðlilega framrás málsins er stöðvuð með endur-
tekningum á orði eða atkvæði eða einstakt hljóð virðist
„standa fast“ í munni þess, sem talar, þannig að hann
kemst ekki framhjá því, fyrr en eftir mikla áreynslu, ekki
einungis talfæranna, heldur alls líkamans. Þannig getur
slæmt stam minnt á flogaveiki. Stamarinn notar ekki að-
eins varir og tungu í örvæntingarfullum tilraunum sínum
til að koma orðinu út úr sér, heldur fylgja því oft ýmsir
kækir, svo sem að depla augunum, stappa niður fætinum,
Ingibjörg Stephensen.