Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 92
182
MENNTAMÁL
eru skipulagðir, við skrifleg próf ýmiss konar og við um-
ræður um skólareglur og áætlanir. I fastri kennslu sam-
kvæmt stundaskrá myndar bekkurinn sjálfstæða heild.
Vissir þættir kennslunnar þarfnast þó meiri skiptingar,
einkum við ýmsar leiðbeiningar við hagnýtar æfingar og
samtöl, og verður þá að skipta bekknum. Það er mikilvægt
að skiptingin eigi sér stað með mismunandi hætti, án þess
að nemendum finnist þó, að þeim sé tvístrað í allar áttir.
Þægileg og sérstaklega hreyfanlegt fyrirkomulag er að
skipta hverjum bekk í 5 hópa með 4 nemendur í hverjum
hópi. Stundum er þó unnt að sameina tvo eða fleiri hópa
eftir eðli þess starfs, sem vinna á.
Þrjú dæmi um gerð skóla.
Kennaraskóli getur veitt kost á fjögurra ára og tveggja
ára almennu kennaranámi, ásamt tvenns konar sérnámi
í eitt ár. Slíkur skóli mun hafa innan sinna vébanda
marga árganga nemenda, þ. e. 4 í fjögurra ára og 2 í
tveggja ára deildum, 2 í sérnámi, og að líkindum verð-
ur í framtíðinni undirbúningsbekkur við fjögurra ára
deildina. Samtals verða þetta margir árgangar og fáir
nemendur í hverjum árgangi.
í skóla fyrir 300 nemendur mætti gera tillögur á þessa
leið: (sjá töflu VII).
I tveggaj ára skóla með einum sérnámsbekk verða fá-
ir árgangar nemenda, en tiltölulega margir nemendur í
hverjum árgangi.
í slíkum skóla skiptast nemendur þannig: (töfla VIII).
Sé hver árgangur nemenda fjölmennur, nýtast starfs-
kraftar kennara hlutfallslega betur, t. d. að því er varðar
kennslu, leiðbeiningarstarf með nemendum o. s. frv.
Hvernig sem að er farið, verður fjöldi kennslustunda og
leiðbeiningarstunda fyrir hvern nemanda, hóp og bekk
dáítið mismunandi eftir fjölda nemenda í árgangi. Það
verður því matsatriði við umræður um námstilhögun og