Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 123
MENNTAMÁL
213
Útgáfan endurprentar að sjálfsögðu margar námsbækur ár livert,
enda fer mikill hluti af starfsfé hennar til þess. Upplög bóka, sem
góð reynsla er þegar fengin af, eru yfirleitt mjög stór, miðað við að-
stæður hér. Stærsta upplag hjá útgáfunni hefur verið rúm 35.000 eintök.
Algeng upplagsstærð nú er 10—20 þúsund. Framleiðslukostnaður bók-
anna á eintak verður að sjálfsögðu miklu lægri með því að hafa upp-
lög svona stór.
Bókaútgáfa ríkisútgáfunnar skiptist nú í tvo meginþætti. — I
fyrsta lagi er útgáfa hinna eiginlegu kennslubóka, sem nemendur
eða skólarnir fá ókeypis frá útgáfunni fyrir námsbókagjaldið og
framlag ríkissjóðs. Þarna er að sjálfsögðu höfuðverkefni útgáfunnar.
/ öðru lagi er útgáfa hjálparbóka og hjálpargagna til að létta skóla-
starfið og gera það fjölbreyttara og árangursrfkara. íslenzkir kennar-
ar og nemendur hafa lengst af ekki átt völ á mörgu af slíku tagi í
starfi sínu. Á vegum útgáfunnar — eða nánar tiltekið Skólavörubúð-
ar hennar — hefur þegar verið reynt að bæta úr þessu cftir föngum,
þótt miklu fleira sé auðvitað eftir, sem gera þyrfti á þessu sviði. Það,
sem gefið er út með þessum hætti, er yfirleitt selt við kostnaðarverði
eða því sem næst, enda ekki kostað af ríkinu eða með greiðslu náms-
bókagjaldsins. Sem dæmi um útgáfu af þessu tagi má nefna „Söguna
okkar“, myndir og frásagnir úr íslandssögu, „Hugareikningsbók“ og
myndir og útlínukort í vinnubækur.
Litprentuð islenzk landabréfabók mun konta út á þessu ári. Prent-
un slíkrar bókar mun hafa verið að nteira eða minna leyti til um-
ræðu og athugunar í meira en aldarfjórðung. Landabréfabók þessi,
sem prentuð verður í Stokkhólmi, á að nægja bæði fyrir barna-
skóla og gagnfræðaskóla. Bókina hafa búið til prentunar þeir Ilelgi
Elíasson, Einar Magnússon og Ágúst Böðvarsson.
Meðal nýrra eða endurskoðaðra bóka, sent áætlað er að komi út
til notkunar á næsta skólaári, nefni ég þessar: Tvö kennslu- og rcfinga-
hefti i reikningi fyrir 6 og 7 ára börn, eftir Jónas B. Jónsson. Bæði
heftin verða mikið myndskreytt og litprentuð. — Vinnubakur i tón-
Ust, sennilega 4 hefti, tekin saman af söngkennurunum Jóni Ás-
geirssyni, Guðrúnu Pálsdóttur og Kristjáni Sigtryggssyni.. — Nátt-
úrufrteði fyrir barnaskóla, eftir Pálma Jósefsson og Geir Gígju.
Þarna verður þó ekki nema að nokkru leyti um nýja bók að ræða.
f þessari bók verður allmikið af litmyndum, m. a. af dýrum og jurt-
um. — íslenzk bókmenntasaga 1750—1950, ágrip handa unglingum,
önnur útgáfa, eftir Erlend Jónsson. — Landafrœði fyrir framhalds-
skóla, ný bók um Evrópu, eftir Guðmund Þorláksson. — Mannkyns-