Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 88
178
MENNTAMÁL
inn vinni 8 stundir daglega að áðurgreindum störfum,
mætti hugsa sér skiptinguna þannig:
TAFLA V. Starfsdagur Jcennara.
Kennsla samkvæmt stundaskrá cða fyrirlestrar 2 st. á dag að mcðatali .. 12 st. á viku
Leiðbeiningar og aðstoð við nem. á skrifstofu cða í skólastofu 2 st. á dag 12 — - —
Undirbúningsstörf og lestur, vinna við próf og mat á störfum nemenda á
skólaárinu, skipul. og samning áætlana, félagsstörf í skólanum, undir-
bún. og framkv. námsferðal., persónul. störf, söfn o. fl. 4 st. á dag 24 — - —
Dæmi um starfsskiptingu kennara í kennaraskóla.
Á þeim tímum ársins, sem kennarinn annast ekki
kennslu eða störf við próf, vinnur hann samsvarandi
störf við lestur, námskeið, námsferðalög, tillögur að
starfsskiptingu meðal kennara, bóka- og skjalasöfn skól-
ans o. s. frv.
Ákvörðun um slíkar tillögur eru hins vegar teknar af
kennararáði og þannig, að sérhæfileikar og þekking hvers
kennara fái sem bezt notið sín.
Við starfsskiptinguna verður einnig að taka til greina
mismunandi undirbúning kennslustunda, vinnu við próf,
mat á úrlausnum og starfi nemenda og draga úr annarri
vinnu, séu slík störf mikil.
Kennari í móðurmáli og uppeldisfræði getur t. d. haft
tveggja stunda kennslu, tveggja stunda leiðbeiningarstarf
með nemendum, en notað tíma sinn að öðru leyti til undir-
búnings og leiðréttinga. Kennari í tónlist getur haft
tveggja stunda kennslu, tveggja stunda leiðbeiningarstarf
með einstökum nemendum og hópum, þriggja stunda und-
irbúning og lestur og einnar stundar starf við skjalasöfn
o. fl. að meðaltali á dag.
Það er mikilvægt, að stundafjöldi sé miðaður við með-
altal. Rektor og kennararáð verða að leggja slík meðal-
töl til grundvallar við missirisáætlanir sínar. Kennari get-
ur þurft að hafa mikla kennslu á einu tímabili en litla eða