Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 91
menntamál
181
allra kennara skólans, skipulagningu æfingakennslunnar,
hvað af húsnæði skólans þarf lagfæringar við, kaup á
áhöldum, fyrirhugaðar námsferðir, heimboð fyrirlesara
og listamanna, notkun tónlistar við fimleika, kaup á lista-
verkum til skreytingar o. s. frv. Þetta á að skipuleggja
áður en skólaár hefst, og nemendur eiga að starfa með
að undirbúningi áætlunarinnar. Hlutverk ráðuneytis er að
kanna og samþykkja áætlanirnar og hafa eftirlit með því,
að þeim sé fylgt og nemendur fái þá kennslu og þau starfs-
skilyrði, sem þeim ber.
TAFLA VII. Vinnutími kennara.
Föst kennsla cða fyrirlestrar 16 X 12 stundir á viku ............................... 192 st.
Tími til fundahalda og til leiðbeininga fyrir einstaklinga og smærri hópa ncm-
enda 16 X 12 stundir á viku ..................................................... 192 st.
Tími til ýmiss konar sameiginlegra starfa, vinna við söfn, félagsstörf í skól-
anum 16 X 12 stundir á viku ..................................................... 96 st.
Samtals 480 st.
Það krefst mikillar yfirvegunar að verja þannig 480
vikulegum vinnutímum kennara, að 200 nemendur njóti
þeirra sem bezt, og hlýtur þá að verða tekið tillit til kenn-
araliðsins, eins og það er á hverjum stað. í þessu efni geta
skólayfirvöldin ekki sent út ákveðin fyrirmæli. Það, sem
þeim ber að skýrgreina glöggt, er: námsefni, tiltekin vinna,
tiltekin starfstilhögun, próf, lokapróf og eftirlit. Hitt verð-
ur að vera á vakli kennaraliðsins, hvernig takmarki skól-
ans verður bezt náð. Athafnafrelsi um gerð áætlana örvar
til íhugunar og tilrauna. Góð samvinna milli kennaraskól-
anna og yfirvaldanna ætti að geta náðst með skriflegum
greinargerðum og fyrir milligöngu kennaramenntunar-
ráðsins.
Til þess að nýta betur vinnustundir kennaranna er nauð-
synlegt að mynda fleiri fastar einingar en bekkinn. Árang-
ur nemenda getur mætt sem heild til fyrirlestra, sem vel