Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 24
114
MENNTAMÁL
GESTUR O. GESTSSON:
Reikningskennsla.
Rætur.
Hauksbók skiptir tölvísinni, þeirri sem hún kennir,
þannig:
„í sjö staði er skipt þessarrar listar greinum, heitir in
fyrsta viðurlagning, önnur afdráttur, þriðja tvöföldun,
fjórða helmingaskipti, fimmta margföldun, sjötta skipt-
ing, sjöunda að taka rót undan, og er sú grein tvær leiðir,
önnur að taka rót undan ferskeyttri tölu, en önnur er að
taka rót undan átthyrndi tölu, þeirri er verpilsvöxt hefur.“
Meira störfuðu 13. aldar menn að verzlun en mann-
virkjum, og þó er þrem áttunduhlutum þess litla rúms,
sem Hauksbók ver til reikningskennslu, helgað rótum. Þar
er rætt um ferskeyttar tölur og tölur þær átthyrndar, sem
verpilsvöxt hafa, svo að víst hefur höfundur litið þann
reikning frá rúmfræðilegu sjónarmiði.
Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, sú sem
hér gildir nú, nefnir ekki rætur, en hún mælir svo fyrir að
12 ára börnum skuli kennt að reikna ummál og flatarmál
ferninga. Þetta skal svo kennt 14 ára unglingum að nýju,
og þá má einnig kenna „Pýþagorasarreglu í sambandi við
rétthyrndan þríhyrning, jafnhliða og jafnarma." (Náms-
skrá, síðu 22).
Ekki reyni ég að þýða klausur námsskrárinnar, — ég
skil þær ekki, — en í hverju er kennslan um flatarmál fern-
ings og ummál fólgin, ef nemandi lærir ekki að sjá hlið
fernings af flatarmáli hans? Hví er ferningur nefndur sér-
staklega, ef ekkert skal um hann kennt umfram það, sem