Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 51
MENNTAMÁL
141
Orsakir.
Og hvernig stendur svo á þessum ósköpum? Sá dagur
verður mikill, þegar það rennur upp. Enn sem komið er,
hefur ekkert fundizt, sem menn gætu komið sér saman um,
að væri sameiginleg orsök stams. Ýmsar kenningar eru í
sífellu settar fram, og ástæða er að ætla, að alltaf miði
áfram í leitinni. Þær tvær kenningar, sem mestrar hylli
hafa notið á síðari árum, eru kenningar Van Ripers, sem
er mikils metinn talkennari í Ameríku, og kenningar Dr.
Wendell Johnson, sem einnig er amerískur. Van Riper
heldur því fram, að undirrót stams sé taugalegs eðlis, þ.
e. a. s., að taugaboð þau, sem berast til talfæranna frá
heilanum — en talfærin hafa tvöfalda taugastjórn, — séu
illa samræmd og þar af leiðandi sé viðkomanda erfiðara
um en öðrum að ná yfir þeim fullu valdi. Van Riper dreg-
ur þó engan veginn úr áhrifum þeim, sem umhverfi,
skapgerð og tilfinningaleg viðbrögð skapa og er t. d.
sammála öðrum helztu fræðimönnum í greininni um, að
annars stigs stam stafi að miklu leyti af utanaðkomandi
áhrifum. Þess vegna hefur hann lagt ríka áherzlu á, að
stamið sé tekið til meðferðar sem fyrst, og mun sú með-
ferð rædd nánar hér á eftir.
Dr. Johnson segir, að stam byrji í huga foreldranna, en
ekki í munni barnsins. Hann heldur því fram, að öll börn
stami á vissum aldri, þ. e. á aldrinum 3ja til 4*4 árs, með-
an þau hafa enn ekki náð valdi yfir talfærunum til að
koma slysalaust frá sér öllum þeim nýju hugsunum, sem
herja á. Hann segir, að það sé einungis þegar foreldrarnir
fá óþarfa áhyggjur af eðilegu hiki barnsins og leiða þann-
ig athygli þess að talinu, að barnið fer að stama. Um leið
og það verður meðvitandi um, að það tali ekki eins og
það ætti að gera, að tal þess sé óeðlilegt og ófullnægjandi,
kemur hræðslan við vanmáttinn og hræðslan við að tala, og
áður en nokkur veit af, er vítahringurinn kominn í al-
gleyming og barnið farið að stama.