Menntamál - 01.08.1962, Page 51

Menntamál - 01.08.1962, Page 51
MENNTAMÁL 141 Orsakir. Og hvernig stendur svo á þessum ósköpum? Sá dagur verður mikill, þegar það rennur upp. Enn sem komið er, hefur ekkert fundizt, sem menn gætu komið sér saman um, að væri sameiginleg orsök stams. Ýmsar kenningar eru í sífellu settar fram, og ástæða er að ætla, að alltaf miði áfram í leitinni. Þær tvær kenningar, sem mestrar hylli hafa notið á síðari árum, eru kenningar Van Ripers, sem er mikils metinn talkennari í Ameríku, og kenningar Dr. Wendell Johnson, sem einnig er amerískur. Van Riper heldur því fram, að undirrót stams sé taugalegs eðlis, þ. e. a. s., að taugaboð þau, sem berast til talfæranna frá heilanum — en talfærin hafa tvöfalda taugastjórn, — séu illa samræmd og þar af leiðandi sé viðkomanda erfiðara um en öðrum að ná yfir þeim fullu valdi. Van Riper dreg- ur þó engan veginn úr áhrifum þeim, sem umhverfi, skapgerð og tilfinningaleg viðbrögð skapa og er t. d. sammála öðrum helztu fræðimönnum í greininni um, að annars stigs stam stafi að miklu leyti af utanaðkomandi áhrifum. Þess vegna hefur hann lagt ríka áherzlu á, að stamið sé tekið til meðferðar sem fyrst, og mun sú með- ferð rædd nánar hér á eftir. Dr. Johnson segir, að stam byrji í huga foreldranna, en ekki í munni barnsins. Hann heldur því fram, að öll börn stami á vissum aldri, þ. e. á aldrinum 3ja til 4*4 árs, með- an þau hafa enn ekki náð valdi yfir talfærunum til að koma slysalaust frá sér öllum þeim nýju hugsunum, sem herja á. Hann segir, að það sé einungis þegar foreldrarnir fá óþarfa áhyggjur af eðilegu hiki barnsins og leiða þann- ig athygli þess að talinu, að barnið fer að stama. Um leið og það verður meðvitandi um, að það tali ekki eins og það ætti að gera, að tal þess sé óeðlilegt og ófullnægjandi, kemur hræðslan við vanmáttinn og hræðslan við að tala, og áður en nokkur veit af, er vítahringurinn kominn í al- gleyming og barnið farið að stama.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.