Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 22
112
MENNTAMÁL
má sjálfsagt deila um, hvort slíkt er heppilegt. Hins vegar
má heldur ekki draga þær um of á langinn, því þá munum
við seint búa við það heildarskipulag kennslustarfsins,
sem við teljum æskilegt á hverjum tíma.
Þá vil ég snúa mér að einkunnagjöfinni. í dag er henni
þannig háttað, að bilið nær yfir 100 stig. Þetta einkunna-
kerfi er löngu orðið úrelt, og legg ég til, að því verði
breytt og tekið upp miklu einfaldara kerfi. Er þá hugsan-
legt að gefa einkunnir með orðum, og reikna ég þá með
5 mismunandi möguleikum. Yrði þá reiknað út frá miðju,
en sitt hvoru megin við væru tvær einingar. Auk þess
ætti hver kennari þess kost, að gefa barni vitnisburð í
setningum á það skírteini, sem skólinn veitir í lok barna-
skólans.
Nú má enginn taka það svo, að þótt próf yrðu felld
niður í því formi, sem hér um ræðir, væri það skilyrði,
að allir kennarar byrjuðu með svokallaðar starfrænar
kennsluaðferðir. Ég sé ekki betur en hver kennari geti
haldið áfram með sínar eigin kennsluaðferðir eftir sem
áður, ef hann ekki treystir sér til að breyta um.
Ég vil leyfa mér að vitna í orð Sigurþórs Þorgilssonar,
kennara, en hann segir í grein í Foreldrablaðinu meðal
annars:
„Höfuðmarkmið með starfrænni kennslu er að búa
nemandann undir lífið, veita honum tækifæri til að vaxa
og þroskast við námið, svo að hann verði fullgildur aðili
í samfélagi sínu. Til þess að svo megi verða, verður skól-
inn að hafa sinnt einstaklingsþörf hans og gefið honum
tækifæri til að fullnægja getu sinni til starfa“
Enda þótt hér að framan hafi aðeins verið minnzt á
einn þátt sem rök fyrir lengri kennslutíma, þ. e. hinn
,,pedagogiska“ þátt, kemur þó annað og til skjalanna, sem
menn almennt ekki hugsa um.
Kennarastéttin hefur verið og verður um alla framtíð
í stöðugri launabaráttu, baráttu um viðurkenningu á hinu