Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 74
164
MENNTAMÁL
Ef einhver í bekknum hefur verið í sveit á þessum slóð-
um, er hann valinn bílstjóri og á að lýsa leiðinni. Þá mætti
t. d. velja tvo menn úr hópnum til þess að vera bændur,
annar á nýtízku búi, en hinn á gömlum bæ, aðrir í bekkn-
um eru farþegar. Stólunum er raðað upp, eins og í lang-
ferðabíl og bílstjórinn sezt fremst. Bóndinn á stórbúinu er
með í bílnum, og þegar búið er að syngja eitt lag, byrja far-
þegarnir að spyrja hann um búskapinn. Bílstjórinn skýtur
inn í samtölin því, sem hann vill taka fram um leiðina, og
þegar komið er á tiltekinn stað, stanzar hann og tekur
hinn bóndann upp í. Nú bera bændurnir saman bækur sínar
um afköst, kostnað, afrakstur og gróða eða tap og farþeg-
arnir skjóta inn spurningum. Á eftir mætti fá börnin til
þess að teikna myndarit um afköst mismunandi tækja við
slátt: orf og ljá, hestasláttuvél og dráttarvél.
Einnig mætti hugsa sér að sviðsetja landafræðikennslu,
t. d. með því að láta nokkra í bekknum kynna sér tiltekna
staði á landinu og safna þaðan myndum. Síðan er farið í
ferðalög með þá, sem eftir eru, annaðhvort með skipi eða
flugvél, — sem auðvitað eru stólar og borð — á staðina,
þar sem leiðsögumennirnir taka á móti þeim, sýna um-
hverfið í myndum og segja frá því markverðasta. Eftir
slíka sviðsetningu er tilvalið að vinna í vinnubók.
Kennsluleikir þessarar tegundar eru til þess fallnir að
örva ímyndunarafl, efla samvinnu og þjálfa framsetningu
og rökræn vinnubrögð. Þeir veita ekki aðeins upplýsingar
á skemmtilegan hátt, heldur eru þeir nauðsynleg undir-
staða flóknari sviðsetningar á atburðum og persónutúlkun,
sem bíður nemandans síðar.
Ef einhver skyldi enn efast um, að leiksýningu megi
ætla sæti meðal reynslunámsaðferða, vil ég benda á, að
sviðsetningar á sögulegum staðreyndum komast næst því
að gefa rétta mynd raunveruleikans af öllu því, sem til-
tækilegt er að nota til þess að gera atburðina eftirminni-
lega. Engin önnur aðferð getur sett nemandann í spor