Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 117
MENNTAMÁL
207
vill er hugur hans hvergi styrkari, móður hans hvergi
meiri en þar, sem hann kennir um einsemina og vinátt-
una. Hann er bjartsýnn, hann veit, að maður finnur
mann, og verður auðigur af því, þótt hann hafi orðið villur
vega um sinn.
IV.
Þegar litið er á ákveðin menningarskeið eða menningar-
heildir, gerum við ósjálfrátt ráð fyrir því, að hliðstæð orð
hafi svipað gildi, standi fyrir sömu hugtökum, enda þótt
á ólíkum málum sé. Hitt er sönnu nær, að hvert hugtak
tekur blæ sinn af heildargerð máls og menningar á hverj-
um stað og tíma, svo sem einstakur dráttur í mynd hefur
gildi sitt af myndinni allri. Af þessum sökum getur ver-
ið varasamt að ætla samstæðum orðum í ólíkum málum
sama hugtaksgildi.
V.
Ég leyfi mér að skýra þetta með dæmi eftir austurríska
sálfræðinginn Peter Hofstátter. Hann spyr:
„Hvaða gildi hefur orð í munni ræðumanns og er það í
samræmi við gildi þess í eyrum hlustandans? Skiljum við
hver annan eða er það ímyndun ein ?
Svo að berar sé talað: Á Ameríkumaður, er telur sig
vera lonesome, við sams kyns reynslu og Þjóðverji, er
telur sig vera einsam?“
Greining á hugtökum þessum leiddi í ljós, að hlutfalls-
lega fátt var sameiginlegt með þeim, fylgnistuðull fyrir
líkingu þeirra var aðeins 0,40. Milli ýmissa annarra hug-
taka var líking hins vegar alger að kalla, t. d.:
love: Liebe = 0,96.
masculine: mánnlich = 0,91.
success: Erfolg = 0,96.
hero: Held = 0,90.