Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL
171
araráð hvers skóla geri tillögur um þá sérmenntun, sem
skólinn vill veita.
Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir því, hvern-
ig við hugsum okkur, að kennaraskólar landsins veiti þeim
kennaranemum sérmenntun, sem lokið hafa hinu almenna
kennaranámi, hvort sem það hefur verið stundað við
kennaraskóla, háskóla eða handavinnukennaraskóla. (Sjá
töflu I).
Almenna kennaramenntunin, ásamt sérmenntun, sem
felur í sér að minnsta kosti eins árs nám á tilteknu sviði,
eru lágmarkskröfur um kennaramenntun. Til þess að öðl-
ast rétt til kennslu á skyldunámstigi getur kennaraefni
því valið almennt kennaranám og því næst stundað sér-
nám við kennaraskóla, sérkennaraskóla eða háskóla. Með
sérnámi í tveim greinum hlýtur kennarinn adjunkt-rétt-
indi samkvæmt hinum nýju kröfum um menntun kennara.
2. Almenn menntun í kennaraskóla.
Almenna menntunin í kennaraskóla hlýtur að miðast við
meginhlutverk venjulegs kennara og hefur því sama mark-
mið og kennaraskólarnir hafa nú. Þó er þess kostur að
veita nokkru meiri menntun í kennslu og uppeldisfræði,
því að allir kennarar fá nokkra sérmenntun auk almenna
námsins. Þegar þeir hefja kennslu, starfar hver á sínu
sviði, og þannig geta þeir aðstoðað hver annan við skipu-
lagningu námsins, samningu kennsluáætlana, kaup á áhöld-
um og útbúnaði og jafnvel einnig við framkvæmd kennslu-
stunda í sérgreinunum!
Við skóla, þar sem aðeins er einn eða tveir kennarar,
getur það valdið kennara erfiðleikum, ef hann hefur ekki
jafn mikið vald á öllum kennslugreinum. Hins vegar hef-
ur hann með sérnámi sínu fengið þjálfun í að vinna á eig-
in ábyrgð og auðgar þannig óbeint alla kennsluna með sér-
grein sinni. Samvinna kennara innan sama sveitarfélags