Menntamál - 01.08.1962, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL
111
farin ár með tilkomu nýrra tækja, og hagkvæmari vinnu-
bragða, verður lítil sem engin breyting í okkar skólamál-
um. Eitt af því fáa, sem tekið hefur stórstígum breyt-
ingum, er húsin, sem við vinnum í. Þau verða glæsilegri
með hverju árinu, en starfið innan veggja stendur í stað.
Þetta getur ekki talizt eðlileg þróun, við verðum að halda
vöku okkar og vera opin fyrir þeim breytingum, sem ný
tæki og vísindi bjóða heim.
Stöðug framþróun hefur átt sér stað í skólamálum ná-
grannaþjóða okkar, enda hafa þeir fengið fullan skilning
á því, að skólinn verður að aðlagast breyttum þjóðfélags-
háttum.
Þau skólalög, sem við nú búum við, voru samin að
mestu upp úr dönskum skólalögum á sínum tíma. Síðan
eru mörg ár og margur dropinn hefur til sjávar runnið.
En Danir hafa breytt sínum skólalögum, og eru stöðugt
á verði um nýjungar í skólamálum,en við sitjum enn í
gamla tímanum. Það þætti ekki mikill tilgangur í að
bæta við fjölmörgum fiskiskipum á ári, ef aðstaða til
vinnslu aflans væri ekki bætt til meiri afkasta.
Við vitum, að samfara nýrri tækni og meiri þekkingu
á sviði vísinda, verður æ meiri þörf á, að skólinn sé sjálf-
um sér samkvæmur og reyni ætíð að leita að því, sem bezt
má fara við kennsluna. Því er það nú orðið tímabær
spurning, hvort ekki væri rétt að koma á tilraunaskóla,
sem starfræktur yrði sem deild í einhverjum barna- og
unglingaskóla hér í bænum. Verkefni slíkrar stofnunar
evu nú þegar ægimörg.
Ekki má gleyma því, að síðastliðin tvö ár hafa verið
gerðar nokkrar breytingar á prófakerfinu, og ber að fagna
þeim. Við teljum, að með þeim hafi verið stigið spor í
rétta átt og bíðum með eftirvæntingu eftir frekari aðgerð-
um.
Við því er tæplega að búast, að stökkbreytingar geti átt
sér stað í svo grónu skólakerfi, sem við búum við, enda