Menntamál - 01.08.1962, Side 20

Menntamál - 01.08.1962, Side 20
110 MENNTAMÁL Nútíma þjóðfélag gerir meiri og meiri menntunarkröf- ur til þegna sinna, vegna stöðugra þreytinga á atvinnu- háttum þjóðarinnar, enda er með ólíkindum, að við þurf- um mun styttri skólagöngu en almennt gerist í nágranna- löndum okkar. Með því að hefja skólastarfið fyrr eða 1. september ár hvert, skapast möguleikar á fjölbreyttum vinnubrögðum í starfrænu námi með námsferðum barna út í náttúruna til athugana á jurta og dýralífi. í því sam- bandi er rétt að benda á, að septembermánuður er eini tími ársins, sem gefur möguleika á svo raunhæfu námi. Ég vil leyfa mér að vitna í nokkur orð frk. Gerdu Brun- skog, er hún ritaði í Foreldrablaðið, (18. árg. 1. tbl. 1961), en hún segir m. a.: „Nú á dögum viljum við haga kennslu lesgreina þannig, að hún þroski nemendur sem allra mest. Þeir þurfa að fá að vinna mikið sjálfstætt, með vinnu- hraða, sem þeim hæfir. Þeir þurfa að eiga kost á að velja sér verkefni, vinna að því og gera grein fyrir því skrif- lega eða munnlega. Samvinna í litlum hópum innan bekkj- arins er mjög mikilvæg. Hún eykur mjög félagslegan þroska, sem skólar í nútíma þjóðfélagi þurfa að leggja sérstaka rækt við.“ Það er rétt, að skólastarf, sem má greina undir „akti- vitets pedagogik“, eða starfræna kennslu, krefst lengri tíma í skólanum. Ég hef þegar bent á tvær leiðir til að bæta úr þeirri tímavöntun. í fyrsta lagi með niðurfell- ingu samræmdu prófanna, en með því vinnum við inn u. þ. b. einn mánuð af raunhæfum kennslutíma og í við- bót 7 daga styttingu jóla- og páskaleyfis, eða samtals um 5 vikur. í öðru lagi með lengingu skólatíma 10—12 ára barna um einn mánuð, en heldur þykir mér ósennilegt, að sú breyting komi til framkvæmda í náinni framtíð, ef svo heldur áfram sem hingað til, en íhaldssemi okkar í skólamálum er með eindæmum. Enda þótt þróun og breytingar hafi verið stöðugar í flestum atvinnugreinum þjóðarinnar um mörg undan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.