Menntamál - 01.08.1967, Page 53

Menntamál - 01.08.1967, Page 53
MENNTAMÁL 147 BALDUR RAGNARSSON kennari: Um aðferðir við málakennslu Nú gerast víða miklar ltreytingar í námi og kennslu tungumála. Ber einkum fernt til: stórstíg- ar framfarir í málvísind- um, nýjar kennsluaðferðir, bættir hljóð- og sjónmiðl- ar og sívaxandi áhugi á tungumálanámi. Margt er þó enn á tilraunastigi í þessum efnum, enda er málanám flóknara fyrir- bæri en svo, að hægt sé að benda á nokkra eina leið, er sé öllum öðrum betri og leysi þar með öll vandamál í þessum efnum. Vísinda- lega sinnuðum málakenn- ara hefur verið líkt við lækni, sem lært hefur líffræði, líkamsfræði, efnafræði og sýklafræði, en einskorðar sig þó ekki í starfi við þekkingu sínu á einhverri einni þessara fræðigreina, heldur beitir kunnáttu sinni í þeim öllum jöfnum höndum. Málakenn- ari má hvorki sniðganga niðurstöður málvísindanna né kenningar sálfræðinnar um nám og námstilhögun; hann verður einnig að hafa í huga aldur og undirbúningsmennt- un nemenda sinna, skapgerð þeirra og námsgetu.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.