Menntamál - 01.08.1967, Side 86

Menntamál - 01.08.1967, Side 86
180 MENNTAMÁL viðleitni sinni að fylgjast með nýjungum í viðkomandi námsgrein og kennsluaðferðum. Sagði hann, að þetta væri nauðsynlegt fyrir einstaklinginn og þó enn brýnna fyrir stéttina. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að kennarar væru vel menntaðir, svo að þeir gætu skilað þjóðfélaginu þeim arði, sem til væri ætlazt. Taldi hann, að höfuðbarátta kennarastéttarinnar þyrfti að beinast að því að ná möguleik- um til menntunar og viðhaldsmenntunar, stöðnun væri enn hættulegri hjá stétt en hjá einstaklingi. Hann taldi, að hirðuleysi hefði sérstaklega verið ríkjandi um menntun framhaldsskólakennara. Það vantaði sérstaka og sjálfstæða menntun fyrir þá, sem kenna við gagnfræðaskóla og mennta- skóla, kennari þyrfti að hafa lokið prófi á sinn hátt eins og læknir, lögfræðingur o. s. frv. Kennaramenntunin sagði liann að þyrfti að vera sjálfstæð, fagnámið eitt nægði ekki, heldur þyrfti auk þess þekkingu á kennsluaðferðum og náms- aðferðum nemendanna, einnig þyrfti kennarinn að öðlast sérstakt viðhorf. Að lokum sagði hann, að þörfin væri brýn- ust að bæta aðstöðu framhaldsskólakennara og kennaraefna til menntunar og stéttin þyrfti að fylgja fram kröfum í þessum efnum með samstilltu átaki. Olafnr S. Olafsson sagðist aðens nefna hér nokkrar sam- þykktir og ályktanir, sem gerðar hefðu verið á þingum og fundum kennara, þ. e. a. s. efnislega, þar sem ekki ynnist tími til nákvæmrar greinargerðar. 1. Mjög mikill skortur væri á hæfilega menntuðum og þjálfuðum kennurum og af ýmsurn ástæðum. Reynt hefði verið að draga úr verstu afleiðingum kennaraskortsins með því að ráða til starfa menn með ýmiss konar menntun. 2. Réttir aðilar hafa ekki einbeitt kröftum sínum að því að bæta úr kennaraskortinum eða að minnsta kosti ekki á viðunandi hátt. 3. Nú er auk þess deilt um, hvernig og einkum hvar eigi að veita þessa menntun.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.