Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 11
manna nefndar hinn 14. ágúst 1967, er gera
skykli úttekt á eðlis- og efnafræðikennslu og
skila tillögum að úrbótunr. Nefnd þessi, sem
Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur var formað-
ur í, skilaði merkri álitsgerð og framkvæmda-
áætlun í maí 1968, og samþykktu fræðslu- og
fjármálayfirvöld þá unr sumarið að heimila fram-
kvæmd tillagnanna. Starf eðlis- og efnafræði-
nefndarinnar varð síðan fyrirmynd að hliðstæðri
endurskoðun í öðrum námsgreinum, og má þar
til nefna líffræði (náttúrufræði), dönsku, sam-
félagsfræði og tónmennt, en nokkuð frábrugðin
leið hefur verið farin við endurskoðun stærð-
fræði- og íslenzkukennslu. Er ætlunin að taka til
endurskoðunar allt námsefni barna- og gagn-
fræðaskóla, og ætti — el starfið gengur vel — að
mega gera ráð fyrir útgáfu nýrrar námsskrár fyrir
þessi skólastig eigi síðar en árið 1974. Starli skóla-
rannsóknadeildar að endurskoðun námsefnis ein-
stakra greina verður hins vegar ekki lýst nánar
hér, enda var það gert að nokkru í greininni
„Fréttir af skólarannsóknum“, sem birtist í 5.
hefti Menntamála árið 1971. Auk þess fjalla ýms-
ar greinar annars staðar í þessu hefti um áður-
greind viðfangsefni á ýtarlegri hátt.
Greinarhöfundur hefur nýlega varpað fram
hugmyndum um verkefni og starfsskijrulag skóla-
rannsóknadeildar Menntamálaráðuneytisins á
næstu árum, og verður hér getið helztu lmg-
myndanna viðvíkjandi endurskoðun námsefnis
og kennslu. (Það skal tekið fram, að einstök hug-
tök eða orð, sem notuð verða hér á eftir, eru
ekki í samræmi við þau, sem notuð eru í sum-
um öðrum greinuin jressa heftis. Á Jjcssu stigi
málsins jjótti erfitt að samræma hugtökin ná-
kvæmlega, og var ]>ví ákveðið að varpa jjeitn
hér frarn, J>ótt stundum væru í nokkuð ólíku
formi, og athuga, liver bezt reyndust. Með
Jieirri skýringu, að hugtakið námsmat er í }>ess-
ari grein notað í almennri merkingu, sem tekur
U1 bæði mats á námsárangri nemenda og mats
á gæðum og gildi námsefnisins, ætti Jretta smá-
vægilega misræmi hins vegar ekki að valda nein-
um misskilningi.)
A. Skipulag og áfangagreining
endurskoðunar námsefnis
og kennslu
(Skýring: I.öngu hornklofarnir vinstra megin
við töluliðina 18 afmarka fjóra megináfanga end-
urskoðunarinnar. Áætla má, að með góðu skipu-
lagi gæti hver megináfangi tekið að jafnaði eitt
ár, en Jretta gæti Jró orðið styttra eða lengra
tímabil eftir rökum námsefnisins og ástæðum
Iiverju sinni. Með 18. tölulið yrði hringrás hinn-
ar eiginlegu endurskoðunar lokið fyrir hvert ein-
stakt námsefni og bekk, en jafnframt hefst J>á
ný hringrás athugunar og endurskoðunar, sé vel
og skynsamlega unnið að námsstjórn, kennslu-
leiðbeiningum og einkum námsmati.)
1. Tilgreining nreginmarkmiða náms og
skólastarfs í samræmi við stefnu og vilja-
yfirlýsingu Aljringis og ríkisstjórnar.
2. Sundurliðun og skilgreining nákvæmt af-
markaðra námsmarkmiða (m. ö. o. að skil-
greina, hvað nemandinn á að vera fær um
að gera að loknunr hverjum námsáfanga
í tilgreindu námsefni).
3. Samning námsskrár, bæði heildarnáms-
skrár (o: meginstefna fræðslulaga, grund-
vallaratriði kennslufræði, stundaskrár-
rammi, skipulagning kennslu o. Jr. u. 1.)
og „deildarnámsskrár" (o: fyrir einstaka
geira námsskrárinnar, einstakar náms-
greinar).
— 4. Frumsamning tilraunanámsbóka, kennslu-
handbóka og hjálpargagna (t. d. vinnu-
bóka eða nýsitæknilegra (audio-visual)
námsgagna) í samræmi við liði 1.—3.
5. Ódýr frumútgáfa námsefnis sbr. 4.
6. Þjálfun kennara til að kenna hið nýja
námsefni, sbr. 2.-5., fyrsti áfangi.
7. Forprófun hins nýja námsefnis í u. ]). b.
6 bekkjardeildum.
8. Námsmat, fyrsti áfangi (leiðsagnarnáms-
mat, einkum ætlað til Jress, að bæta megi
námsefnið á grundvelli matsins).
MENNTAMÁL
5