Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Page 14

Menntamál - 01.02.1972, Page 14
og vinni í sem nánustu samráði innbyrðis og við námsstjóra. 5. Verkefni Meginverkefni hverrar námsefnisnefndar verði sem hér segir: a) að skila Menntamáiaráðuneytinu tillögu um skilgreind námsmarkmið og námsskrá, sbr. liði 2—3 í kaflanum urn skipulag og áfanga- greiningu; b) að skila ráðuneytinu samþykktri áætlun um námsmat hins fyrirhugaða námsefnis, sam- inni af námsmatssérfræðingi nefndarinnar; c) að fyigjast með (i) forprófunaráfanga hins nýja námsefnis, sbr. 4.-8.; (ii) almennum prófunaráfanga, sbr. 9.—13.; og (iii) síðari endurskoðun námsefnisins, sbr. 14. 6. Samræming Samhæfing og samræming á störfum hinna ýmsu námsefnisnefnda er brýn nauðsyn, þar sem ella gæti orðið hætta á því, að einstök mikilvæg námsmarkmið yrðu útundan og óþarfur tvíverkn- aður yrði við að ná öðrum. Gert er ráð fyrir því, að þessi vandi verði leystur með eftirgreind- um hætti: a) annars vegar með fundum yfirmanns skóla- rannsóknadeildar og allra námsstjóra, þar sem námsmarkmið yrðu rædd, borin saman, „kortlögð" og reynt að skipta þeim eðlilega milli greina, auk þess sem námsstjórar mundu kynna á slíkum fundum það náms- efni, sem útbúið er á vegum þeirra; b) hins vegar með því að fela ákveðnum aðila — yfirmanni deildarinnar eða tilteknum námsstjóra — að lesa yfir og bera saman allar þær námsskrár og námsbækur, sem samdar verða. í þessari grein hefur verið reynt að lýsa grund- velli og hugsanlegu framtíðarskipulagi þeirrar endurskoðunar námsefnis og kennslu, sem fram fer á vegum skólarannsóknadeildar Menntamála- ráðuneytisins. Einstökum námsgreinum, sem þeg- ar hafa verið teknar til endurskoðunar, verða síðan gerð nánari skil í öðrum pistlum, sem hér fara á eftir. Eigi þetta átak um endurskoðun námsefnis og kennslu að geta komið að verulegu og almennu gagni sem áfangi að bættri menntun, virðist það einkurn vera eftirfarandi, sem keppa þarf að: 1) Að eíla íræðilegar rannsóknir á námi og námsárangri. Fyrirætlanir um aukningu kerf- isbundins námsmats, sem getið lieíur verið hér að framan, miða að þessu. 2) Að tengja endurskoðunarstarfið sem bezt við skólana, bæði kennaramenntastofnanir og eins barna- og gagnfræðaskólana sjálfa. Eftir að forpróíun hvers nýs námsefnis í nokkrum bekkjardeildum er hafin, virðist lieppilegt, að síðari áfangar viðkomandi endurskoðun- ar- og nýjungastarfs fari að mestu leyti fram úti í skólunum. 3) Að tengja endurskoðun námsefnis og kennslu við annað umbótastarf í fræðslu- og upp- eldismálum. Elókin og fjölhliða vandamál á borð við skólamál verða bezt leyst með sam- ræmdu átaki. MENNTAMÁL 8

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.