Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 14
og vinni í sem nánustu samráði innbyrðis og við námsstjóra. 5. Verkefni Meginverkefni hverrar námsefnisnefndar verði sem hér segir: a) að skila Menntamáiaráðuneytinu tillögu um skilgreind námsmarkmið og námsskrá, sbr. liði 2—3 í kaflanum urn skipulag og áfanga- greiningu; b) að skila ráðuneytinu samþykktri áætlun um námsmat hins fyrirhugaða námsefnis, sam- inni af námsmatssérfræðingi nefndarinnar; c) að fyigjast með (i) forprófunaráfanga hins nýja námsefnis, sbr. 4.-8.; (ii) almennum prófunaráfanga, sbr. 9.—13.; og (iii) síðari endurskoðun námsefnisins, sbr. 14. 6. Samræming Samhæfing og samræming á störfum hinna ýmsu námsefnisnefnda er brýn nauðsyn, þar sem ella gæti orðið hætta á því, að einstök mikilvæg námsmarkmið yrðu útundan og óþarfur tvíverkn- aður yrði við að ná öðrum. Gert er ráð fyrir því, að þessi vandi verði leystur með eftirgreind- um hætti: a) annars vegar með fundum yfirmanns skóla- rannsóknadeildar og allra námsstjóra, þar sem námsmarkmið yrðu rædd, borin saman, „kortlögð" og reynt að skipta þeim eðlilega milli greina, auk þess sem námsstjórar mundu kynna á slíkum fundum það náms- efni, sem útbúið er á vegum þeirra; b) hins vegar með því að fela ákveðnum aðila — yfirmanni deildarinnar eða tilteknum námsstjóra — að lesa yfir og bera saman allar þær námsskrár og námsbækur, sem samdar verða. í þessari grein hefur verið reynt að lýsa grund- velli og hugsanlegu framtíðarskipulagi þeirrar endurskoðunar námsefnis og kennslu, sem fram fer á vegum skólarannsóknadeildar Menntamála- ráðuneytisins. Einstökum námsgreinum, sem þeg- ar hafa verið teknar til endurskoðunar, verða síðan gerð nánari skil í öðrum pistlum, sem hér fara á eftir. Eigi þetta átak um endurskoðun námsefnis og kennslu að geta komið að verulegu og almennu gagni sem áfangi að bættri menntun, virðist það einkurn vera eftirfarandi, sem keppa þarf að: 1) Að eíla íræðilegar rannsóknir á námi og námsárangri. Fyrirætlanir um aukningu kerf- isbundins námsmats, sem getið lieíur verið hér að framan, miða að þessu. 2) Að tengja endurskoðunarstarfið sem bezt við skólana, bæði kennaramenntastofnanir og eins barna- og gagnfræðaskólana sjálfa. Eftir að forpróíun hvers nýs námsefnis í nokkrum bekkjardeildum er hafin, virðist lieppilegt, að síðari áfangar viðkomandi endurskoðun- ar- og nýjungastarfs fari að mestu leyti fram úti í skólunum. 3) Að tengja endurskoðun námsefnis og kennslu við annað umbótastarf í fræðslu- og upp- eldismálum. Elókin og fjölhliða vandamál á borð við skólamál verða bezt leyst með sam- ræmdu átaki. MENNTAMÁL 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.