Menntamál - 01.02.1972, Síða 19
var ákveðið að athuga fyrst, hvað unnt væri að
gera fyrir gagnfræðaskólana, en niðurstöður opin-
berra prófa bentu m. a. til þess, að nemendur
þeirra næðu ekki þeim árangri, sem eðlilegur
gæti talizt. Athugun, sem gerð var á námsefni
skólanna, leiddi í ljós, að í lieild var kennslu-
tíminn illa nýttur. Endurtekningar voru óeðli-
lega miklar, kennslan virtist mjög einhæf og
markviss undirbúningur undir frekara nám var
mjög í molum.
Fyrsta skrefið til að ráða bót á þessu var sam-
ræming gagnfræðaprófsins í stærðfræði (auk
þriggja annarra greina), en álitið var, að með
]tví móti mætti fá skólana til að breyta kennslu-
háttum sínum til betra horfs. En af Jrví, sem
sagt hefur verið hér að framan, má vera ljóst,
að upptaka nýs námsefnis og nýrra kennsluhátta,
sem ætlað er að leiða til betri námsárangurs og
meiri þroska nemendanna, byggist fyrst og fremst
á starfi kennaranna sjálfra.
Haustið 1970 gaf Ríkisútgáfa námsbóka í sam-
vinnu við skólarannsóknadeild Menntamálaráðu-
neytisins út bráðabirgðakennslubækur í stærð-
fræði til notkunar í 7. bekk, og haustið 1971
kom út framhald þessara bóka fyrir 8. bekk. Var
um að ræða þýðingu samnorrænna tilraunatexta,
sem samdir voru og kenndir á Norðurlöndunum
fjórum á síðasta áratug. Nýjustu kennslubækur,
sem samdar hafa verið á Norðurlöndunum, eru
ávöxtur þessarar tilraunakennslu.
Tilgangurinn með áðurnefndri bráðabirgða-
útgáfu var þríþættur: í fyrsta lagi að gefa kenn-
urum kost á að kynna sér af eigin raun, bæði
með lestri og kennslu efnisins, þær nýjungar,
sem eru að ryðja sér til rúms og verða væntan-
lega allsráðandi innan fárra ára; í öðru lagi til
notkunar á námskeiðum fyrir kennara og til al-
menns stuðnings við kynningu nýrra hugmynda
um stærðfræðikennslu; og í þriðja lagi til þess
að afla reynslu af notkun þessa nýja efnis hér-
lendis, sem unnt yrði að nýta við gerð kennslu-
bóka. Þessi útgáfa fékk miklu betri undirtektir
en búizt hafði verið við. Það er því greinilegt,
að ekki þarf að kvíða álmgaleysi kennaranna,
þegar upptaka nýjunga í stærðfræðikennslu er
annars vegar.
í vetur fer fram tilraunakennsla í 7 bekkjar-
deildum í 5 skólum, og annast 7 kennarar þessa
kennslu. Námsefnið er samið nokkurn veginn
jafnhliða kennslunni, og er stuðzt við þá reynslu,
sem fékkst af kennslu bráðabirgðaútgáfunnar s.l.
skólaár, auk þess sem liugmyndir úr nýjum er-
lendum kennslubókum eru nýttar eftir því sem
tök eru á. Að aflokinni kennslu hvers þáttar er
námsefnið endurskoðað og gerðar á því breyt-
ingar eftir því sem ástæður þykja til. Ætlunin
er, að þetta námsefni verði gelið út næsta sumar
til almennrar notkunar. Þó er sennilegt, að þeir
skólar, sem óska eftir að kenna þetta námsefni,
verði að fullnægja tilteknum skilyrðum að því
er varðar undirbúning kennaranna, til þess að
fá efnið afhent.
Auk þessa námsefnis kemur næsta sumar á
markaðinn bráðabirgðanámsefni fyrir landsprófs-
deildir og ahnennan þriðja bekk.
Nú stendur yfir athugun á námsefni barna-
skólanna, og standa vonir til, að næsta haust
verði unnt að hefja tilraunakennslu nýs nárns-
efnis í nokkrum deildum 1. bekkjar barnaskóla.
Hér á landi er nú mikill skortur á hæfum
stærðfræðikennurum. Þetta er ekki séríslenzkt
fyrirbæri, heldur er þetta svo í flestum löndum
heims. Meginorsakir þessa eru hinar sívaxandi
þarfir atvinnuveganna fyrir stærðfræðilega
menntað fólk, sem af ýmsum ástæðum kýs frek-
ar að fara út í atvinnulífið en að starfa í skól-
unum. Það er nauðsynlegt að vinna stöðugt að
auknum gæðum stærðfræðikennslunnar allt frá
fyrstu bekkjum barnaskóla upp í háskóla. Það er
vissulega leitt til þess að liugsa, að þeir aðilar,
sem öðrum frenmr gera kröfur um aukna og
bætta stærðfræðimenntun, skuli óbeint standa í
vegi fyrir því, að þetta sé unnt. Það er verðugt
íhugunarefni fyrir fræðsluyfirvöld, hvernig unnt
er að leysa þetta vandamál.
HEIMILDARRIT;
1. Harold Fletcher and Arnold A. Howeli: Mathe-
matics witli Understanding.
2. W. Servais and T. Varga: Teaching School Mathe-
matics.
3. Butler and Wren: The Teaching of Secondary
Mathematics.
MENNTAMÁL
13