Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Síða 25

Menntamál - 01.02.1972, Síða 25
Örnólfur Thorlacius: Breyttir kennsluhættir í líffræði Snemma árs 1969 skipaði Menntamálaráðu- neytið að frumkvæði Skólarannsókna ráðuneytis- ins fimm manna nelntl til að gera tillögur um endurskoðun námsefnis og kennslu í líffræði í barna- og gagnfræðaskólum. í nefndinni sátu, auk undirritaðs, sem veitti henni forstöðu, þau Eyþór Einarsson grasafræðingur, Náttúrufræði- stofnun íslands; dr. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur, kennari (nú prófessor) við Há- skóla íslands; Jón Baldur Sigurðsson kennari, Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti; og Sigrún Guðbrandsdóttir kennari, Vogaskóla. Skýrsla nelndarinnar kom út í september sama ár á vegum Skólarannsókna Menntamálaráðu- neytisins. Eftir það var fljótlega Itafi/t handa um þá endurskoðun, sent lýst er í skýrslunni. Sá, sem þetta ritar, hefur haft með höndum stjórn end- urskoðunarinnar sem námsstjóri við Skólarann- sóknadeild Menntamálaráðuneytisins. Engum, senr afskipti hefur af kennslu í líf- fræði í íslenzkum barna- og gagnl'ræðaskólum, mun dyljast þörfin á breyttu námsel'ni og kennsluháttum. Allar kennslubækur eru gamlar og efni þeirra því að vonum víða úrelt og áherzla lögð á önnur þekkingarsvið en nú þykir ástæða til. í nefndarálitinu kemur fram, að „nefndin telur margar þessar kennslubækur góðar, miðað við það kennslukerfi og þær ltefðir í skólamálum sem þær eru felldar að. En að undanförnu hef- ur . . . farið frarn gagnger endurskoðun á inn- taki kennsluefnis víða um lönd . . . Er Jdví sí/.t til lasts höfundum núverandi kennslubóka, þó að rit Jteirra reynist ekki nothæf við aðstæður, sem ójrekktar voru, þegar ]>au voru samin.“ Við ófullnægjandi kennslubækur bætist skortur á að- stöðu og á tækjum til líffræðikennslu við flesta eða alla skóla. Námsskrá og kennslubækur barna- og gagn- fræðaskóla skipta líffræðinni í dýrafræði, grasa- fræði og líkams- og heilsufræði. Liggur stundum við, að Jtessar greinar séu kenndar sem sjálfstæð- ar og óháðar kennslugreinar. í tillögum líffræði- nefndar og í allri íramkvæmd endurskoðunar- innar er stefnt að samJiáttun Jtessara hluta líf- fræðinnar í eina heild, og er Jrað raunar í sam- ræmi við þróun Jtessara mála í öðrum löndum. MENNTAMÁL 19

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.