Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1970, Side 9

Æskan - 01.11.1970, Side 9
hjartanu, af því að það kom svolítil gola! Þannig yrði það auðvitað lagt út, og hann sá i anda smettið á Kalla smiðsins og hinum strákunum: Greyið hann Grimur, skíthræddur við ofurlitla gjólu! Og Inga — hún myndi svosem ekki segja neitt, en horfa bara á hann með fyrirlitningarsvip og aldrei tala við hann oftar. Grímur litli var nú orðinn svo reiður og argur, að óttinn gleymdist að mestu. — Ég hræddur! tautaði hann fyrir munni sér, ónei, og fjárinn hafi það; heldur skal ég diepast! Hann margendurtók það inni í sér: ég er ekkert hræddur, ekki vitundarögn hræddur, ekki ég, nei! Hann beit á jaxlinn og leit aftur á afa sinn, leit beint i augu hans og gerði sig eins vonzkulegan og hann gat. Þá kinkaði gamli maðurinn kolli og brosti eilítið. Það bros herti Grím litla og rak hræðsluna á flótta úr sinni hans. Og það var gott, því að nú voru þeir komnir inn í Hornröstina og sjórinn var eins og sjóðbullandi mjólk allt í kringum bátinn. En nú var hann ekki hið minnsta smeykur; hann hugsaði ekki um annað en að halda fast 1 fokkustrenginn, og innra með honum var ekkert annað en rauð og sterk ólga af logandi þrjózku: Þeir skyldu komast af! Víkurhornið var á bakborða, hálfsokkið í hvítíyssandi brim. Sæfroðan rauk jafnhátt masturstoppnum, og það var langt frá þvi að kallarnir hefðu við að ausa. En Grímur litli sat í hnipri, öskuvondur, hélt ai alefli í fokkustrenginn og tautaði fyrir munni sér ýmislegt, sem ömmu hans hefði aldeilis blöskrað að heyra nýfermdan drenginn segja. Og nú var andlit hans hart og hvasst, eins og andlitið á afa hans, er sat við stýrið, kaldur og öruggur, og beindi bátnum á flugferð yfir röstina. Siðasta holskeflan skall yfir þá á hlið og hálffyllti bátinn. En fáeinum mínút- um síðar skreið hann inn á tiltölulega lygnan sjó íyrir innan röstina. Þá hló Grímur litli. Heima i lendingunni snýtti Gamli-Grímur sér hreppstjórasnýtu; svo tók hann upp baukinn og stútaði sig. ,,Ef þessi drengur verður ekki einhvern tima dugandi sjómaður," sagði hann drýgindalega. „Hann hló, þegar við hinir bliknuðum — og það var nú svo sem ekkert grín að sigla röstina í dag.“ Grímur litli stóð þarna hjá afa sínum, í klofháum sjóstigvélum og olíufötum. En rétt hjá þeim var nýfermd stúlka, með gult hár, að beita linu. Hann leit til hennar og blóðroðnaði um leið, því að hún var þá að horfa á hann með glettið bros í bláum augum. 557
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.