Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 10
Einu sinni fyrir langa löngu var konungur nokkur, sem átti unaðslega fagran rósagarð. Hann hafði sjálfur hið mesta yndi af að hugsa um rósirnar sínar. Ár- angurinn leyndi sér ekki heldur, þvi þegar tímar liðu, varð rósagarður konungsins sá fegursti, sem til var í öllum heiminum. Og lærðustu garðyrkjumenn komu víðs vegar að til að dást að hinum fögru og frábæru blómum. ,,Ó, hvíiík fjölbreytni og fegurð!" sögðu sumir og klöpp- uðu saman höndunum, þegar þeir sáu garðinn. ,,Já, hvflík undra fegurð!" sögðu aðrir, og það komu tár fram í augu þeirra af einskærri hrifningu. ,,Ó, hvílíkur konungur!" mælti drottningin óumræðilega hamingjusöm, en konungurinn gaf henni alltaf rós á hverj- um morgni. Þetta var líka í raun og sannleika góður konungur og stjórnsamur, sem öllum þótti vænt um, og þegnar hans voru því glaðir og hamingjusamir. En dag einn kom gömul galdranorn til haliarinnar. Hún hafði eins og aðrir heyrt um hinar fögru rósir konungsins, en sú fregn gladdi hana ekki. Hún átti nefnilega sjálf einnig rósir í sínum garði og gat alls ekki sætt sig við, að nokkur ætti fegurri rósir en hún. Galdranornin bað um leyfi til að fá að sjá rósagarð kon- ungsins, og hans hátign, sem grunaði engan um græsku að óreyndu, gaf fúslega leyfi sitt til þess. En jafnskjótt og galdranornin var komin inn í garðinn, tók hún upp töfra- staf sinn og þuldi: „Hókus pókus, karíókus! Bölvaður sé og bundinn göldrum sérhver rósarunni og sérhvert blóm í þessum garði!“ Nornin vonda hafði tæpast lokið bölbænum sínum, þeg- ar rósirnar fögru voru skrælnaðar og garðurinn allur sem ömurleg eyðimörk. Og þegar nornin hafði séð árangur verka sinna, varð hún harla glöð, þaut á gandi sinum hétt í loft upp og var þegar horfin. ,,Ó, hvílík ósköp!" andvarpaði konungurinn. „Hvað hef- ur komið fyrir rósirnar mínar fögru?" „Ó, hvílík óhamingja!“ sögðu rósasérfræðingarnir og fórnuðu upp höndum i örvæntingu. ,,Ó, hvílíkt óhappaverk!" sögðu aðrir og grétu af ein- skærri reiði. „Ó, hvílík ósköp! Hvernig fer þetta eiginlega?" and- varpaði drottningin. „Nú fæ ég aldrei framar rósir á morgn- ana.“ Hún tók þetta afar nærri sér eins og allir aðrir. En það var ekkert hægt að gera. Rósirnar fögru voru horfnar og mundu aldrei koma aftur. Og galdranornin var líka horfin. Eyðilegging rósagarðsins fagra hafði víðtæk og ömurleg áhrif. Konungurinn tók það svo nærri sér, að hann leit vart glaðan dag lengur, og hár hans varð hvitt sem snjór. En verst af öllu var þó það, að kóngsdóttirin góða, hún Kata, sem öllum þótti svo vænt um, neitaði alveg að fara út úr herbergi sínu, fyrr en rósirnar blómstruðu á ný, þó að hún þvrfli að bíða i þúsund ár. Eins og nærri má geta þótti þegnum konungs þetta afar tilfinnanlegt, því að kóngsdóttirin var svo falleg og vinsæl og flutti alltaf með oér gleði og góðhug, hvar sem hún kom. Illvirki nornar- innar vondu varð því senn að þjóðarsorg. En langt, langt í burtu, að baki hinna bláu fjalla, bjó ungur garðyrkjumaður, sem hét Hans. Hann hafði ekki heyrt um óhamingju konungsins og þjóðarinnar. En hann átti lika undursamlegan rósagarð, og ef til vill var hann ofurlítið fegurri en garður konungsins hafði verið. Og það, sem var kannski merkilegast við garðyrkjustörf hans, var, að honum hafði tekizt að rækta alveg sérstaka tegund rósa, sem var stoit hans og stærilæti. Það var svört rós, og hún var svo fögur og tignarleg ásýndum, að hann kall- aði hana konungsrósina. Eitt sinn datt garðyrkjumanninum unga f hug að gleðja konung sinn með því að gefa honum eina slika rós. Hann tók þá stærstu og fegurstu, sem hann fann, og lagði síðan af stað til konungshallarinnar. En þar sem hann átti hvorki hest né vagn, varð hann að fara fótgangandi hina löngu leið, og sú ferð stóð yfir í marga daga. En þótt furðulegt væri, visnaði rósin ekki. Hún var ailtaf jafn fersk og fögur. Og þegar Hans kom að lokum til hallarinnar, gekk hann strax á fund konungs og rétti honum gjöf sína. Konungur- inn varð í senn bæði glaður og hrærður og mælti: „Þetta er sú fegursta rós, sem ég hef nokkru sinni séð. Og svo hæfir liturinn vel hugarástandi mínu eins og mál- um er nú háttað, því að svart er einkenni sorgarinnar." Síðan sagði konungurinn garðyrkjumanninum unga allt, sem gerzt hafði. Hann sagði honum frá galdranorninni vondu og bölbænum hennar, frá kóngsdótturinni fögru, sem vildi ekki yfirgefa íbúð sína fyrr en rósirnar blómstr- uðu á ný, og frá drottningunni, sem var eirðarlaus og utan við sig af því að hún fékk ekki rósina sína á morgnana. Eins og nærri má geta, varð garðyrkjumaðurinn ungi sárhryggur, þegar hann heyrði þessa hræðilegu og sorg- legu sögu. „Ég þori ekki að lofa því, að ég geti ráðið bót á þessum vanda," mælti hann við konunginn, „en ég skal gera allt, sem ég get.“ Hans braut lengi heilann um þetta mikla vandamál. Hann varð að geta leyst það, áður en verr færi. En hvern- ig í ósköpunum átti hann að gera það? Nokkru seinna gekk hann eins og í leiðslu til þess stað- ÆVINTÝRI 558
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.