Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 12

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 12
Ungmenni á uppleið 560 HreggviSur Þorsteinsson er Reykvíkingur í húð og hár. Fæðingardagur hans er 8. janúar 1947, og býr hann nú hjá foreldrum sínum á Skólavörðustígn- um. Þangað rölti ég eitt kvöld eftir vinnu, veður var eins og það bezt gerist á októberkvöldum og ég búinn að ákveða að fá mér hressandi göngutúr um- hverfis Tjörnina — en fyrst ætlaði ég þó að líta inn til Hreggviðs í þeim tilgangi að kynna hann fyrir ykkur. Ég veit þó, að þið sem eruð félagar í sundfélaginu Ægi, þekk- ið hann mjög vel sem þjálfara ykkar, enda búinn að þjálfa börn og unglinga í sundi s.l. fjögur ár. Ég hringdi dyra- bjöllunni heima hjá Hreggviði, og þarna stóð hann í dyr- unum, stór og stæðilegur, nýkominn úr sundi. Hreggviður vinnur í Landsbankanum í Austurstrætinu, þjálfar sem sé i frítimum sinum og notar mikinn hluta af þeim einnig til að þjálfa sjálfan slg í iþróttum. Hreggviður er eitt þeirra ungmenna, sem margir taka sér til fyrirmyndar, því að eins og góðum íþróttamanni sæmir, notar hann hvorki tóbak né áfengi sér til fróunar — — og sannarlega vill hann nota krafta sína í þágu þjóðfélagsins okkar, hann er eitt þeirra ungmenna, sem eru á uppleið. Og síðan byrjaði viðtalið: — Hvenær fórst þú að hafa áhuga á sundi, Hreggviður? — Nú, það var þegar ég lærði að synda í gömlu sund- laugunum í Laugardalnum 5 eða 6 ára að aldri. Mér fannst ákaflega gaman að svamla í vatninu, og svo hafði ég það snemma á tilfinningunni, að það væri eins hollt að synda og að borða hafragraut og taka inn lýsi á hverjum morgni. En svo vildi það því miður til, þegar ég var kominn á unglingsaldurinn, að ég fékk þetta svo vel þekkta skelli- Viðtal mánaðarins er við Hreggvið Þorsteinsson ☆ nöðruæði. Þeystist ég um á skellinöðru í fjögur ár, og vanrækti þá alveg sundíþróttina. Átti. ég tvær skellinöðrur, þá fyrri seldi ég og stórtapaði á þeim viðskiptum. Svo fjórða ár skellinöðruæðisins fór ég að hugsa rökrétt á nýj- an leik, ég fór nefnilega að skynja betur gildi sundíþróttar- innar. Varð þá skellinaðran mín föl, og viti menn, ég gat selt hana án þess að tapa nokkuð á þeim viðskiptum. Því næst lagði ég aftur leið mína [ sundlaugina. — Nú erl þú Ægismaður mikill, hvenær gekkstu í það sundfélag? — Það var þegar ég var á tóifta aldursárinu. Ég valdi Ægi einkum vegna þess, að faðir minn hafði verið í því, og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun minni. Eftir fyrrnefnt skelli- nöðruæði mitt fór ég nú að æfa af fullum krafti hjá Ægi ásamt Guðmundi Harðarsyni sundkappa. Síðan tókum við Guðmundur að okkur að byggja sundfélagið upp ásamt Torfa Tómassyni, sem nú er aðalmaður félagsins, en reynd- ar er Ægir stofnaður 1927. Tókum við Guðmundur síðan fyrir fjórum árum það að okkur að vera þjálfarar sundfé- lagsins. Ákvéðum við sem sé að byggja félagið upp alveg frá grunni. Byrjuðum við á því að þjálfa unga krakka, og smátt og smátt fór þetta starf að bera ávöxt. Hefur félagið nú á að skipa mjög góðu sundfólki, og sem dæmi má nefna, að á siðasta unglingameistaramóti, sem haldið var sfðustu helgi ágústmánaðar nú í sumar, skorti okkur í Ægi aðeins 40 stig til þess að vera með hærri stigatölu en öll hin sundfélögin samanlagt, er þátr tóku í mótinu. — Hvernig er svo þjálfunin byggð upp hjá ykkur? — Ætið í lok september byrjar nýtt æfingatímabil hjá okkur, og er þá miðað við, að allt sundfólkið sé þjálfunar- laust. Fyrsta einn og hálfan mánuðinn eru krakkarnir þjálf- aðir í lyftingum, og síðan eru þeir látnir synda smávegis. Því næst hefst erfiðasta timabilið, sem yfirleitt stendur yfir í 11/2—2 mánuði. Þá látum við krakkana hlaupa 3—10 km á dag, og síðan eru þau látin synda 12 km til jafnaðar dag hvern, nefnum við þetta úthaldstimabilið. Síðan tekur við svonefnt „uppkeyrslutímabil". Þá er lyftingum alger- lega sleppt, en krakkarnir látnir synda mikið í sprettum stuttar vegalengdir og með löngum hvíldum á milli. Fer þá að koma í Ijós, hvaða vegalengd hverjum hentar bezt að synda og hvers konar sund á komandi keppnistímabili. „Uppkeyrslutímabilið" stendur í um einn mánuð, og þá á hver einstaklingur að vera orðinn eins góður og hann bezt getur verið, og síðan hefst sjélft keppnistímabilið. Sá góði árangur, sem við í Ægi náðum á unglingameistara- mótinu í sumar, sannar, að við erum á réttri leið, og sann- arlega er þessi góði árangur mjög uppörvandi fyrir okkur. — Hvað eru mörg sundfélög í Reykjavík? — Þau eru fjögur, og hafa öll jafna aðstöðu fyrir starf- semi sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.