Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 18

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 18
■í notaðir. Og þær spurðu þar til þær fengu svar, og undr- un þeirra varð mikil. Ég held, að gleðin og ánægjan hafi verið svipuð hjá okkur öllum, sem að þessu þarfa verki unnum, því þótt aðalverkið væri unnið af þessum ungu systrum, virtist sem þær gerðu það með fullri gleði, svo sem sjá mátti og heyra. Þegar hver skúffa var tæmd, fóru systurnar með þær fram í geyntsluna og burstuðu þær vel að innan. Þegar það var búið, var látið hreint bréf í botninn, og þá fyrst var liægt að fara að raða aftur hlutunum, sem þar áttu að vera, á sinn stað, en þó eftir minni fyrirsögn. Ymsa smá hluti, sem þær þekktu ekki, sýndu þær mér og spurðu til hvers væru notaðir, og var ærið margt, sem kom í þann flokk. Ef fyrir þeim urðu ýmsir smá hlutir, sem þeim sýndist ónýtir, áttu þær að sýna mér þá, og dærndi ég þá ónýta eða úr sér gengna, voru þeir lagðir til hliðar og íjarlægðir seinna. Af öllu þessu má sjá, að hér var nóg að gera og margt nokkuð vandasamt. Samvizkusemi systranna og nákvæmni var, að mínum dómi, furðuleg. Og þó var þetta svo gam- an, gaman að mega eitthvað starfa. Og það verður að taka verkum barnanna vel, leiðrétta og leiðbeina með varfærni og nærgætni, svo að barnið særist sem minnst, þótt eitthvað mistakist, hafi barnið ætlað vel að gera. Spurningar og athuganir þessara ungu systra voru oft- ast athyglisverðar og lýstu mjög góðri greind og skiln- ingi á hlutum og þeim tíma, sem hlutirnir tilheyrðu en þær höfðu aldrei kynnzt. Þær gerðu ekki grín né gaman að þessum munum, heldur fóru höndum um af varúð. Það var sem virðing væri í litlu mjúku fingrum systranna, er þær handléku þessa hluti, sem nú höfðu lokið sínu starfi. Nýr tími með nýjum hlutum, tími hinna ungu, var genginn í garð, og gamli tíminn með sínum úreltu munum varð að víkja. Mér fannst sem þessir ungu vinir mínir skildu þetta undra vel, án þess að hafa um það orð, en dáðust að fegurð margra þessara muna, sem aldrei verða notaðir meir. Þegar lokið var að raða aftur í skúffurnar, en aldrei var tekin nema ein skúffa á kvöldi, leituðu þær uppi hjá mér tóma bréfpoka, létu í þá það, sem dæmt hafði verið ónothæft og úr sér gengið. Það átti ég svo seinna „að bera út“ í orðsins fyllstu merkingu, hvað ég síðar gerði með þökk fyrir langa samveru og vel unna þjón- ustu. Þeirra tími var liðinn, og nýr tími með nýja hluti kominn. Hvernig við notum þann nýja tíma og hans nýju hluti verður tíminn að leiða í ljós. Þannig gekk þetta til fyrir mínum unga, ljúfa vinnu- krafti, sem kom upp í hendur mínar án atvinnumiðlara eða nefnda, öllum okkur til gleði, og mér, sem þáði verk- ið, til þarfa. Og nú er svo komið, að ég áræði varla að opna skúffur mínar af ótta við að ég færi allt aftur til verri vegar, svo fínt og snyrtilegt er þar allt. Og svona liefur það gengið með allar mínar skúffur: vinna, spurningar og svör. Allt var þetta unnið í áföngum, oft nteð margra daga milli- bili. Stundum var tíminn of naumur, og á stundum var ýmislegt annað tekið l'yrir. Stundum sátum við saman og röbbuðum um eitt og annað. Þær sögðu mér frá skóla- lífinu, nýjum kennsluaðferðum og fleiru. Frá veru þeirra í sumarbústað á síðasta sumri, landslagi þar og gróðri, sem er allt frá grámosa til blóma, lyngs og birkirunna, frá fuglalíl'i o. m. fl. Af þessum sögurn þeirra hafði ég mjög gaman, þar eð mér er staður sá vel kunnur frá æsku- og ungdómsárum mínum, en þá var þar engin byggð. Ég reyndi að borga nokkuð þeirra fróðleik, með því að segja þeim eitt og annað, sem þeim var áður ókunn- ugt um. Þannig bættum við nokkuð hvert annað upp. Ég verð að segja þessum ungu systrum til maklegs hróss, að þær reyndust hinir skemmtilegustu hlustendur, svo skemmtilegir, að verulega gaman var að segja þeim eitthvað það, sem þeim var áður ókunnugt um, Og þannig mundi mikið af börnum vera, aðeins af þau ættu þess kost að hlusta á eitt eða annað, sem eldra fólkið gæti sagt þeim frá, báðum aðilum til ánægju og stundar styttingar, en því miður er þessa víða lítill eða enginn kostur. EIli og æsku er víðast stíað svo í sundur, að þetta er að mestu útilokað, og tel ég bágt, að svona þurfi þetta að vera. Þrátt fyrir það, hve h’till fræðari ég er, þá vona ég, að eitthvað hafi ég sagt þessum ungu en næmu áheyrend- um mínum, eitthvað, sem seinna kann að koma þeirn að nokkru gagni eða gleði, og ég fræddist ekki svo lítið af þeim. Þarna leiddu saman hesta sína tvær ólíkar kyn- slóðir, ef svo mætti segja, börn, sem þekkja ekki nema lítillega þann tíma, sem þau lifa í, nýja tímann, og gamall maður úr hinum gamla og að mestu horfna tíma, sem aldrei kemur aftur. Þessar ungu systur virðast, þrátt fyrir tímamun, una sér marga stund hjá manni, sem talinn er að standi báðum fótum í gamla tímanum. Ég held, að þetta sanni, að ungt og gamalt getur átt saman, þótt máls- hátturinn segi annað. Mér kemur í hug kvæði, sem ég lærði ungur en hef nú að mestu gleymt. Þó finnst mér, að ég muni eitt erindi þess, og er það í minni mínu svona: „Vetur enn ég eygi, en hið neðra sé mey, sem höfuð hneigir hýr í föður kné. Hallast vorið vetri nær, karls við freðið, klakað skegg kærust dóttir hlær.“ Þótt undarlegt megi virðast, þá hafa þessar ungu systur oft hlegið hjartanlega við barm minn, barrn manns úr 566
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.