Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 20

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 20
LITLI JÓN Saga viturs fugls, er var trúr allt til enda. Tilbað óþekktan guð sinn og dó. Heyrt hef ég, að skrifað standi í guðspjöllunum eitthvað á þessa leið: Eigi skalt þú láta Ijós þitt undir mæliker. Við þessi orð mætti bæta: Eigi skalt þú láta annarra liós undir mæliker. Og vissulega er það sjaldan eða aldrei gert í eftirmæl- um burthorfinna. Ég ætla að hafa sama háttinn á, er ég með nokkrum fátæklegum orðum minnist lítils, elskulegs búrfugls, söngfugls, er var afburðavel gerður til sálarinnar, og þá eins til líkamans, því svipur manns eða dýrs mótar sig eftir sálinni likt og listaverkið aðlagast meistara sínum — og bræðir þá stundum úr sér gangverkið, er tímar líða, og verður úr því einungis lítið og lágt seltjarnarnes. Og gleymdu nú sjálfum þér, Litli Jón, eins og sagt er við leiklistarnemanda, sem úr á að verða listamaður. — Dragðu vænginn frá andliti þínu og hættu að roðna svona á nefinu. Ég er aðeins að reyna að sá Ijósbroti lítils, horflns fugls í ókunnugt, svangt beð. Manstu, Litli Jón, þegar ég keypti þig og konu þína, hana Litlu Gunnu, I fuglabúðinni? Þið þrýstuð ykkur hvort að öðru á búrprikinu, yndisleg fugla- hjón, þótt eigi væruð samanvígð eftir þessa heims ritúali. Þið áttuð aðeins hvort annað og kunnuð því að elska. — Manstu kvöldið, Litli Jón, I stofunni heima, þegar barns- eða móðurhönd nálgaðist ykkur gegnum búrrimlana — hve skelkuð þið urðuð. — Flýðuð út I eitt búrshornið hald- in skelfilegum ótta við hinar grófu mannshendur. — Hvort munu þær óhreinka okkur eða meiða? Allt var hægt að lesa I augum ykkar og munnsvip frá því kvöldi. Það lærðist mér smátt og smátt eins og læri- sveini á vegi vizkunnar. Fyrst bauðst þú mér að opna búr- ið, svo þið gætuð liðkað stirða vængina — hve það var undursamleg sjón — opinberun skaparans. — Ekki tveir fuglar, sem flugu af einum stað á annan, heldur tvær líf- verur, sem blökuðu fíngerðum vængjum slnum af slíkri kúnst, að þær héldu sér á sama stað I loftinu, tómarúminu, á þeim einum saman. Ég opnaði líka gluggann, Litli Jón, svo þið gætuð numið náttúruhljóðin fyrir utan. Þá var vetur. — Manstu, hve þú flýttir þér inn aftur, þegar fyrstu snjókornin hrundu á þig? Um vorið keypti ég hreiðurkassa og tindi strá meðfram veginum. Þú tókst þau í nefið hvert af öðru, manstu það, Mynd eftir Guðrúnu Jacobsen. MYNDTILEINKUNN við Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég íalleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu, svo er hún ekki heldur nízk: Hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. Hún er glöð á góðum degi, glóbjart liðast hár um kinn, og hleypur þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi. Jónas Hallgrímsson. Litli Jón, og prófaðir þau hvert af öðru, hver væru nothæf og hver ekki, undir eftirliti þinnar góðu konu, hennar Litlu Gunnu, og síðan hófst þú handa með hreiðurgerðina, að uppfylla jörðina, er öll skilyrði voru til staðar. Og þá kom höggormurinn í heimilisgarðinn. Húsmóðir þín, Litli Jón, hélt að dýrin hefðu það fram yfir mennina að vera öll mótuð í sömu mynd, þinni mynd. Og einn dag hélt hún í fuglabúðina til að leysa fleiri helsingja úr búrum, og lika til að gleðja þig, konu þína og velupp- alda dóttur. — Þið hlutuð að þrá kynsystkin ykkar. Manstu þann dag, Litli Jón? Þú, húsbóndinn, fagnaðir þeim af þeirri gestrisni, er sæmir göfugum húsbónda. — Þú söngst fyrir nýju heimilisfuglana fegurstu aríuna þína, leiddir þá um húsið feimna og áttavillta, kenndir þeim síðar að byggja hreiður, baða sig og vara á opnum glugga norðanvindsins. 568
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.