Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1970, Side 32

Æskan - 01.11.1970, Side 32
ur inn með pokann sinn, dansa börn- in með honum kringum jólatréð, og síðan gefur hann þeim gjafirnar. Á jóla- dag er allt kyrrt, og Helsinki er eins og yfirgefin borg. Sporvagnar og stræt- isvagnar eru ekki í gangi. Úti á lands- byggðinni ekur fólklð í sleðum til kirkju, þó að bifreiðir séu nú einnig að bæt- ast í þann hóp. Það er fastur siður að hafa kýrhorn með brauði I á jólaborð- inu og á að vera óhreyft þar til jóla- tímabilinu er lokið — á þrettándanum, — sem einnig er haldinn hátíðlegur með jólamiðdegi. PÓLLAND í Póllandi nútímans er „Choinka" (jólatréð), tákn friðar og vináttu, skreytt með ýmiss konar fögru skrauti. Börnin hafa sjálf búið til mikið af pappírs- myndunum, sem á það eru hengdar í mörgum litum. Úr lofti og á veggjum hanga pappírsstrimlar, sem nefnast „pajakis". Siður frá heiðinni tíð. Karfi, hnetukökur og engiferbrauð tilheyra jólamatnum, og súkkulaðikökur og hveitibrauð með kanil. Það er þó ekki álls staðar í Póllandi, sem menn eru ánægðir með jólahaldið. Fyrir síðustu jól skoraði Gomulka forsætisráðherra á alla námuverkamenn að sleppa öllu jólahaldi til þess að auka kolafram- leiðsluna! En þessi tilmæli hans fengu engan hljómgrunn. Flestir Pólverjar eru helttrúaðir kaþólikkar, og kirkjurnar fyllast af fólki við hinar fjöldamörgu jóla- og nýársmessur. ENGLAND er öllum öðrum löndum fremur land gamalla siðvenja. Jólin hefjast við mót- töku á gjöf frá Oslóborg. Það er stórt jólatré, sem Ijós eru tendruð á í miðri Lundúnaborg þann 14. desember. Á hverju ári eftir styrjöldina síðari hafa Norðmenn gefið Lundúnum stórt og fallegt jólatré, sem þakkarvott fyrir sam- starfið í styrjöldinni. Þegar kveikt er á jólatrénu, er borgarstjórinn í London viðstaddur ásamt ambassadorshjónum Noregs og fleiri háttsettum embætlis- mönnum og miklum mannfjölda, sem safnast saman við þessa athöfn. Enginn getur hugsað sér jól i Eng- landi án þess að hafa kalkún og jóla- búðing á borðum, og þannig hefur það verið um mörg hundruð ár. Kalkúninn er framreiddur með steiktum kartöflum og rauðkáli (helzt belgísku), svonefndri brauðsósu og kastinustöppu. Það er undirstöðugóð fæða, en smáræði þó í samanburði við jólabúðinginn, sem m.a. er samsettur úr uxamerg, púðursykri, rúsínum, kúrenum, súkkati, natróni og kirsuberjum. Hinn sanni enski jólabúð- ingur verður að geymast a. m. k. einn mánuð fyrir bakstur, og sé mögulegt að geyma deigið upp undir 5—-6 mán- uði, verður hann enn betri. Hann er framreiddur heitur með kremsósu eða brandy-smjöri — og er ákaflega þung- meltur! Aðfangadagskvöld er ekki haldið há- tíðlegt — nema meðal konungsfjöl- skyldunnar og fólks, sem ættað er frá meginlandinu. Father Christmas, sem fyrr á tímum var óguðleg persóna, en varð síðar fyrir Englendingum sama og jólasveinninn og Santa Claus ( Banda- ríkjunum, kemur með gjafir á jólanótt- ina og leggur þær í sokka, sem börnin hafa hengt við arinstóna. Jólamorgunn- inn hefst svo með því, að gjöfunum er deilt út og borðaður morgunverður. Síð an er farið í kirkju og komið aftur heim í jólamiðdag. Á jóladaginn er fjölskyld- an öll heima, og nánustu ættingjar eða vinir koma í heimsókn til snæðings eða annarrar hressingar og skemmtunar. ÍRLAND Á öllum írskum heimilum er útbúinn jólahellir, þar sem komið er fyrir jötu og eftirlíkingu af því, sem gerðist í Betlehem. Hér erum við aftur komin í kaþólskt umhverfi. Skömmu fyrir jól fara börn og fullorðnir í langar göngu- ferðir til þess að safna hentugum og litríkum steinum og trébútum ( hellinn og jötuna. Þó eru ekki allir, sem nota Betlehem-fyrirmyndina, því margir velja sér heldur írskt jóla-landslag. Mörgum vikum fyrir jól er byrjað að baka hina sérstöku (rsku jólaávaxtaköku, sem raunverulega verður að fara í gegnum þrefaldan bakstur og tilreiðslu, síðan er hún skreytt með eftirmynd fjórblaða- smára (shamrocks), sem er þjóðartákn [rlands. HOLLAND, BELGÍA og LÚXEIVIBORG í þessum löndum er mjög svipað jólahald — nema lítilsháttar frábrugð- ið milli trúardeilda kaþólskra og lút- erskra. Jólin hefjast alls staðar aðfara- nótt 6. desember með komu Sinter- Klaas — þó heitir hann Saint Niclas ( Belgíu og Lúxemborg. í Hollandi er í fylgd með honum svartur strákur — Swarte-Piet, sem tekur óþægu þörnin með sér heim til Spánar, þaðan sem hann kemur. Sinter-Klaas eru hins veg- ar vinsamlegir biskupar með góðar gjaf- ir — þeir koma oft ríðandi á hvítum hestum. [ Hollandi koma Sinter-Klaas siglandi til hafnarborganna beint frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.