Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Síða 42

Æskan - 01.11.1970, Síða 42
að var gaman að sjá mannhafið á Piccadilly Circus, þar var þröng á þingi, en hvað lætur fólk komið alla leið frá íslandi það á sig fá. Hér var „iðandi hjartsláttur stórborg- arinnar" sýnilegur berum augum eins og skáldin segja, og stúlkurnar gengu nú eftir Piccadilly í áttina til skrifstofu Flugfélags íslands í 161 Piccadilly. Eftir að hafa snætt hádegis- mat á ítölskum veitingastað rétt hjá skrifstofunni, gengu þau niður St. James Street. Þarna eru allir þessir frægu herraklúbbar, sem brezkir yfirstéttarmenn leggja svo mikið upp úr og þykir svo fínt að tilheyra. Sagan segir, að í einn þeirra hafi komið inn maður og spurt: „Er Sir John staddur hér?“ og þá stóðu allir viðstaddir upp! Þetta segir dálítið um hverrar stéttar menn tilheyra þessum sallafínu stöðum. Á Sóleyju fannst mikið til um fegurð og skraut Westminster Abbey, en þar eru konungar og drottningar Bretaveldis krýndar, og þar eru margir frægir konungar grafnir. Þau gengu niður Pall Mall og niður á götuna Mall. Þar er forn og fræg konungshöll. Fyrir utan konungshöllina stóðu menn á verði klæddir rauðum einkennisbúningum og svörtum bjarnar- skinnshúfum. Þau komu að Commonwealth Centre eða Heims- veldismiðstöðinni, og hér var Hong Kong skrifstofan á næstu grösum; hér bar fyrir augu sjón, sem er sjaldgæf: hestvagn og ekil með harðan pipuhatt. Og rétt I því mættu þau einum í bisnis- einkennisbúningi þeirra City-manna í dökkgráum fötum með bowlerhatt. Fyrir framan Lloyds Bank stóðu fleiri gráklæddir bowlermenn með regnhlifar um öxl. Þær gengu síðan niður á Waterloo Place og þaðan niður i garðinn, sem er eitt af þessum lungum Lundúnaborgar, sem svo hefur verið nefnt, vegna þess að þessir garðar og opnu svæði bjarga miklu með tilliti til meng- unar. Það er skemmtileg tilbreytni í heimsborginni, þessari einni stærstu og fjölmennustu borg veraldar, að koma inn í garðana. Þarna gnæfir laufskrúð trjánna við himin og þyturinn verkar ró- andi og hvílandi á spenntar taugar borgarbúa, eða svo er manni sagt. Hérna eru sólstólar fyrir gestina, og fólk situr í grasinu og snæðir brauðsneiðar eða sælgæti og börnin hlaupa um og leika sér. Og til að kóróna allt saman ganga lögregluþjónar um, þessar frægu Lundúnalöggur með virðulegu hjálmana. Og enn eru hér fleiri minnismerki og fleiri hallir. Allt vitnar þetta um forna frægð, og þó sá, sem heimsækir Lundúni, viti fátt um sögu Bretlands, getur hann gert sér í hugarlund, að mörg mannslíf og miklar fórnir hafi það kostað að koma þessu heimsveldi á fót, sem nú minnkar hægt og rólega og líður kannski bráðum undir lok. Þau gengu fram hjá gamla Whitehall Palace og niður eftir og fram hjá fjárhirzlu Bretaveldis. Fyrir framan Westminster Abbey var margt um manninn. Margir ferðamenn voru þarna og sömuleiðis fólk, sem gekk í kirkju sér til heilsu- og sálubótar. Óþarft er að lýsa þessari byggingu, svo fræg er hún og umtöluð. Westminster Abbey er mikil kirkja og fögur. Sjálft kirkjuskipið hvílir á steinsúlum mjög fögrum og í vængjunum eru mörg fögur listaverk. j Westminster Abbey eru margar smærri kapellur eða smákirkjur og skrautið er frábært. Gluggarnir voru steindir, sennilega með myndum úr kristnisögu Bretlands, og hinir fegurstu á að líta. Þarna inni var stranglega forboðið að taka myndir. Hér í Westminster Abbey er margt stórmenna Breta grafið. Við rákumst á grafstein Williams Edwards Gladstones, sem fæddur var 1809 og dó 1898, og svo mætti lengi telja. Eftir að hafa séð nægju sína af skrautinu í kirkjunni var ferð- inni haldið áfram. Þau skoðuðu turninn Big Ben, og nú var klukk- an rétt að verða þrjú, en heima á íslandi væri hún bara tvö. Það var mikið að gerast í pólitíkinni þessa dagana i Lundúnum. Mr. Edward Heath hafði myndað ríkisstjórn sina og á hverjum degl voru tilkynntar nýjar ráðherrastöður og embættaveitingar. Sjálfir virtust Bretar varla vera búnir að átta sig á úrslitum þingkosning- anna, og inn í garðinn við Big Ben mátti enginn koma, því að undirbúningur að komu drottningar þangað stóð sem hæst. Hún 590
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.